fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

„Ég hef ýmislegt heyrt og séð í viðræðum en að samninganefndum stéttarfélaga sé sagt að panta tíma hjá forstjóranum, það er algjört met“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. febrúar 2025 11:59

Sólveig Anna Jónsdóttir, mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efling stéttarfélag hefur vísað kjaradeilu félagsins við Sorpu byggðasamlag til ríkissáttasemjara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu en þar segir að  sérkjarasamningur sem í gildi var við fyrirtækið rann út 31. mars 2024. Viðræður um nýjan kjarasamning hófust um miðjan nóvember, í samfloti með verkalýðsfélaginu Hlíf.
 Í tilkynningunni er haft eftir Sólveigu  Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, að samninganefnd Eflingar og Hlífar hafi talið að góður gangur væri í viðræðunum.
„Við töldum okkur vera búin að ganga frá öllum málum og áttum jafnvel von á að samningurinn yrði undirritaður fyrir jól. Þá bárust hins vegar skilaboð frá Sorpu um að framkvæmdastjóri byggðasamlagsins, sem ekki hafði tekið þátt í samningafundum, neitaði að samþykkja niðurstöður viðræðnanna.“
 Sólveig Anna segir að þetta hafi komið samninganefnd Eflingar og Hlífar mjög á óvart, það sé að því er hún telji einsdæmi að samninganefnd viðsemjenda reynist ekki hafa umboð til að ljúka samningagerð heldur sé það á valdi forstjóra einstakra fyrirtækja.
„Þegar við höfðum samband við aðila úr samninganefnd Sorpu og vildum halda áfram samtalinu til að ganga frá málinu, var okkur sagt að við gætum pantað fund hjá framkvæmdastjóranum. Ég hef ýmislegt heyrt og séð í viðræðum en að samninganefndum stéttarfélaga sé sagt að panta tíma hjá forstjóranum, það er algjört met. Því tók samninganefnd Eflingar ásamt Hlíf þá ákvörðun að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Þar verður fundur boðaður fljótlega. Ég vona bara að framkvæmdastjórinn mæti.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tekur upp boltann fyrir Brynjar Karl – „Vil frekar þjálfara með ástríðu en flatan karakter sem mótiverar ekkert“

Tekur upp boltann fyrir Brynjar Karl – „Vil frekar þjálfara með ástríðu en flatan karakter sem mótiverar ekkert“
Fréttir
Í gær

Tálbeituhópur neitar ásökunum um fjárkúgun – „Ef þú skráir þig þarna þá veistu að þú ert að fara að horfa á ólöglegt efni“

Tálbeituhópur neitar ásökunum um fjárkúgun – „Ef þú skráir þig þarna þá veistu að þú ert að fara að horfa á ólöglegt efni“