Landsréttur hefur staðfest átta ára fangelsisdóm yfir Mohamad Thor Jóhannesson, áður Kourani, fyrir manndrápstilraun og lífshættulega hnístunguárás á tvo menn í versluninni OK Market í marsmánuði í fyrra og fjölda annarra ofbeldisbrota.
Mohamad er margdæmdur ofbeldismaður og hefur stundað að ofsækja og áreita í sífellu einstaklinga sem hann fær á heilann, meðal annars Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara.
Í héraði var Mohamad dæmdur til að greiða þolendum sínum miskabætur, einum 1,5 milljónir króna í miskabætur og öðrum 750 þúsund krónur. Þá þurfti hann að greiða rúmlega 4,8 milljónir króna í sakarkostnað.
Til viðbótar þessu þarf Mohamad að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 3.944.237 en inn í því eru málsvarnarlauns verjenda hans