fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 6. febrúar 2025 12:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafn Heiðar Ingólfsson hefur verið ráðinn veitingastjóri Olís. Rafn Heiðar kemur inn með mikla reynslu og þekkingu úr matvælageiranum, sem mun styrkja og efla veitingarekstur Olís á Íslandi.

Rafn Heiðar mun sinna innra eftirliti, aðfangastjórnun og tækjakaupum fyrir veitingarekstur Olís, ásamt því að bæta og þróa framboð veitinga á þjónustustöðvum Olís og þar með tryggja góða alhliða þjónustuupplifun fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina fyrirtækisins, eins og segir í tilkynningu.

Reynsla Rafns Heiðars spannar meira en 30 ár í matvælaiðnaðinum, þar sem hann hefur starfað sem matreiðslumaður og yfirkokkur bæði hér á landi og erlendis, meðal annars í Danmörku og á Grænlandi. Frá árinu 2018 hefur hann unnið við vöruþróun og framleiðslustjórnun hjá Þykkvabæjar og Icelandic Food Company, sem framleiða tilbúna rétti fyrir íslenska markaðinn. 

Auk mikillar starfsreynslu hefur Rafn Heiðar lokið BA-námi í stjórnun ferðaþjónustu og móttöku gesta (Hospitality Management) frá Háskólanum á Hólum. Frá 2014 til 2018, eftir rúmlega sex ára dvöl erlendis, starfaði hann við matreiðslu fyrir skólabörn með sérstakri áherslu á ferskleika og fjölbreytni í íslensku hráefni.

„Við erum gríðarlega spennt að fá Rafn Heiðar í okkar raðir. Reynsla hans og ástríða fyrir veitingageiranum mun skila sér í enn betri upplifun og spennandi nýjungum fyrir viðskiptavini Olís. Við bjóðum hann hjartanlega velkominn í teymið og hlökkum til samstarfsins,” segir Thelma Björk Wilson, sviðsstjóri smásölusviðs hjá Olís.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana
Fréttir
Í gær

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna veðurs

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna veðurs
Fréttir
Í gær

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“