fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Ökukennari með 50 ára reynslu lætur borgaryfirvöld heyra það

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 6. febrúar 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðbrandur Bogason, löggiltur ökukennari með yfir 50 ára reynslu, veltir því fyrir sér hvort skipulagsvaldi umferðarmála væri ekki betur komið fyrir hjá einhverri stofnun frekar en kjörnum fulltrúum sveitarfélaga.

Guðbrandur veltir þessari spurningu upp í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar vísar hann meðal annars í grein sem samgönguverkfræðingurinn Þórarinn Hjaltason birti á sama vettvangi í janúar, en í greininni benti Þórarinn á að umferðartafir hjá okkur séu þær næstmestu á öllum Norðurlöndunum.

„Þetta eru í sjálfu sér ekki ný tíðindi fyr­ir okk­ur sem fylgst höf­um með um­ferðarþróun á höfuðborg­ar­svæðinu síðastliðin 50 ár eða svo og erum auk þess dag­leg­ir þátt­tak­end­ur í um­ferðinni á þessu svæði,“ segir Guðbrandur.

Hann rifjar upp að á árunum í kringum síðustu aldamót hafi verið haldinn hér á landi fjöldinn allur af umferðartengdum ráðstefnum sem meðal annars voru haldin með aðkomu Umferðarráðs.

„Þess­ar sam­kom­ur sóttu marg­ir þekkt­ustu um­ferðarsér­fræðing­ar Evr­ópu og minn­ist und­ir­ritaður þess að í sam­töl­um við þessa sér­fræðinga kom oft fram sú skoðun þeirra hvað um­ferðarmann­virki hér á þessu svæði væru góð og vel hönnuð með til­liti til góðs flæðis um­ferðar og ör­ygg­is veg­far­enda.“

Reynt að útrýma einkabílnum

Guðbrandur segir að þetta hafi breyst, meðal annars eftir að á höfuðborgarsvæðinu komust til valda aðilar sem hafa misjafna þekkingu á umferðarmálum. Segir hann að einkum beinist kraftar þeirra að því að reyna að útrýma einkabílnum úr daglegri umferð.

„Nú er það svo að langt er um liðið síðan við Íslend­ing­ar völd­um einka­bíl­inn sem okk­ar helsta sam­göngu­tæki enda er hann vel til þess fall­inn. Við sem búum hér úti í ball­ar­hafi, með fjór­ar teg­und­ir veðurs á hverj­um degi, þurf­um að hafa skjól þegar við för­um milli staða. Því er einka­bíll­inn heppi­leg­ur kost­ur frem­ur en að vera óvar­in á ferð í sí­breyti­legu veðri á þessu mikla úr­komulandi. Er þá ekki tími til kom­inn að þess­ir aðilar, sem ekki þola einka­bíl­inn sem sam­göngu­tæki, flytj­ist til fyr­ir­heitnu land­anna og búi þar sem lífið er ein­fald­ara og mögu­legt að lifa bíl­laus­um lífs­stíl?“

Tafastefna af mannavöldum

Guðbrandur biður lesendur svo að koma með sér í ökuferð í huganum um eina af götum höfuðborgarsvæðisins, Bústaðaveg.

„Sé ekið í vesturátt frá Reykja­nes­braut geng­ur allt þokka­lega þar til komið er að Grens­ás­vegi þar sem unnið var skemmd­ar­verk fyr­ir nokkru þegar svo­kölluðum fram­hjá­hlaup­um var lokað, bæði inn á Grens­ás­veg til hægri og eins þegar ekið er frá Grens­ás­vegi og inn á Bú­staðaveg til vest­urs. Einnig er rétt að minna á að ak­rein­um á Grens­ás­vegi var um svipað leyti fækkað um eina í hvora átt. Næst kom­um við að Háa­leit­is­braut og ætl­um að beygja inn á hana til hægri. Þar er nú búið að setja upp ljós­a­stýr­ingu fyr­ir hægri­beygju þar sem áður var ein­ung­is biðskyldu­merki þannig að þar var gott flæði um­ferðar, öf­ugt við það sem nú er.

Næst kom­um við að Kringlu­mýr­ar­braut og ætl­um að taka hægri beygju af frá­rein norður Kringlu­mýr­ar­braut. Þar er nú kom­in ljós­a­stýr­ing í stað biðskyldu­merk­is og með þeim gjörn­ingi eru skapaðar ónauðsyn­leg­ar taf­ir fyr­ir öku­menn sem vilja aka eft­ir Kringlu­mýr­ar­braut í átt að Sæ­braut. Að end­ingu kom­um við að Litlu­hlíð og ætl­um að beygja til hægri og þar er það sama sag­an, þar sem áður var biðskyldu­merki eru nú kom­in um­ferðarljós – þar sem öku­menn gátu áður beygt til hægri og gott um­ferðarflæði náðist eru nú kom­in ljós sem hefta för öku­manna, oft­ast að óþörfu. Ef þetta er ekki tafa­st­efna af manna­völd­um veit ég ekki hvernig hún er.“

Guðbrandur segir að þetta sé aðeins eitt dæmi af mörgum á höfuðborgarsvæðinu. Endar grein sína á því að velta því upp hvort skipu­lags­vald um­ferðar­mála sé rétt niður komið hjá kjörn­um full­trú­um sveit­ar­fé­laga og hvort því væri ekki bet­ur komið fyr­ir hjá ein­hverri stofn­un sem byggi yfir heild­stæðri þekk­ingu á um­ferðar­mál­um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“
Fréttir
Í gær

Kona réðst á lögreglumenn á bráðamóttökunni

Kona réðst á lögreglumenn á bráðamóttökunni
Fréttir
Í gær

Furðuleg sjón blasti við lögreglu í því sem átti að vera venjulegt útkall – Má hafa samfarir við barnakynlífsdúkkur og taka af því myndir?

Furðuleg sjón blasti við lögreglu í því sem átti að vera venjulegt útkall – Má hafa samfarir við barnakynlífsdúkkur og taka af því myndir?
Fréttir
Í gær

Veðurstofan uppfærir spána og gefur út rauðar viðvaranir um næstum allt land – Foktjón líklegt og ekkert ferðaveður

Veðurstofan uppfærir spána og gefur út rauðar viðvaranir um næstum allt land – Foktjón líklegt og ekkert ferðaveður
Fréttir
Í gær

Hulda María segir að þetta gleymist í umræðunni um verkföll kennara

Hulda María segir að þetta gleymist í umræðunni um verkföll kennara