Mörg hundruð bílasölur hafa lagt upp laupana vegna lítillar sem engrar sölu. Efnahagskreppan virðist vera að dýpka. Stýrivextirnir eru komnir í 21% enda verðbólgan há og seðlabankinn reynir að ná tökum á henni.
Þessir háu vextir hafa haft áhrif á bæði fyrirtæki og einstaklinga. Express skýrir frá þessu.
Fyrirtæki eiga í erfiðleikum með að greiða af lánum sínum og almenningur á í vandræðum með að fá lán hjá bönkum. Það hefur einnig þrengt að neytendum sem hafa orðið að draga úr eyðslu og þar með minnkar sala verslana og fyrirtækja.