fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 6. febrúar 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og úrskurðað að kennari í grunnskóla skuli fá skaðabætur úr ábyrgðatryggingu vinnuveitanda síns hjá tryggingafélaginu VÍS. Kennarinn slasaðist árið 2017 eftir árás nemanda í matsal grunnskóla nokkurs.

Atvikinu og afleiðingunum er lýst þannig í dómi Landsréttar:

Aðdragandi árásarinnar var sá að nemandinn var að elta yngri nemanda í matsalnum og rétti kennarinn út höndina til að fá nemandann til
að hætta hlaupunum. Viðbrögð nemandans voru að kýla kennarann með krepptum hnefa í vinstri kjálka. Kennarinn greip þá um miðbúk nemandans aftan frá, hélt honum með bak hans í bringu hennar og kom nemandanum út úr matsalnum. Féll kennarinn eftir átök við nemandann og lenti á tröppum. Mun nemandinn þá hafa náð að skalla kennarans í andlitið þannig hún vankaðist. Samkvæmt örorkumati var örorka kennarans metin 10%.
Niðurstaða héraðsdóms var í stuttu máli á þá leið að viðbrögð kennarans í aðstæðunum hefðu verið röng og því var tryggingarfélagið sýknað af kröfunum.
Landsréttur sneri við dómi héraðsdómstólsins, eins og áður segir, en í dómnum var meðal annars deilt um hvort að þau viðbrögð kennarans að rétta út höndina til að stöðva nemandann hafi falið í sér  „líkamlegt inngrip í refsingarskyni.“ Landsréttur taldi svo ekki vera, kennarinn hafi með réttu
talið ítrustu neyð fyrir hendi, enda hafi háttsemi nemandans leitt af sér mikla hættu fyrir hana og hugsanlega einnig fyrir samnemendur og annað starfsfólk.
VÍS ber því að greiða kennaranum skaðabætur úr ábyrgðartryggingu vinnuveitandans.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sjálfsvígstaktík norðurkóreskra hermanna í Úkraínu – Berjast fyrir Kim

Sjálfsvígstaktík norðurkóreskra hermanna í Úkraínu – Berjast fyrir Kim
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Í gær

Bendir á að vont heldur áfram að versna á meðan þingmenn deila um herbergi – „Virðist sú saga engan endi taka“

Bendir á að vont heldur áfram að versna á meðan þingmenn deila um herbergi – „Virðist sú saga engan endi taka“
Fréttir
Í gær

Veðurstofan uppfærir spána og gefur út rauðar viðvaranir um næstum allt land – Foktjón líklegt og ekkert ferðaveður

Veðurstofan uppfærir spána og gefur út rauðar viðvaranir um næstum allt land – Foktjón líklegt og ekkert ferðaveður
Fréttir
Í gær

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?
Fréttir
Í gær

Foreldrar á landsbyggðinni töpuðu á sumarfríinu

Foreldrar á landsbyggðinni töpuðu á sumarfríinu