fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 6. febrúar 2025 11:19

Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, var klagaður til landskjörstjórnar í kjölfar þess að hann var kjörinn á þing, sem 7. þingmaður Reykja­vík­ur­kjör­dæm­is suður, í nýliðnum kosningum. Í greinargerð landkjörstjórnar vegna kosninganna kemur fram að kjörstjórninni barst ábending frá nafngreindum einstaklingi, Þór Gunnlaugssyni,  þess efnis að viðkomandi hafði áhyggjur af því að Jón væri ekki með óflekkað mannorð þar sem hann hefði fengið skilorðsbundinn dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 1999. Gæti það haft áhrif á kjörgengi hans til Alþingis. Morgunblaðið greinir frá.

Jón var á sínum tíma dæmdur fyrir hlut sinn í gríninnslagi í útvarpsþættinum Tvíhöfða en hann og Sigurjón Kjartansson sendu starfsmann útvarpstöðvarinnar X-ins, 7. Jón Atla Jónsson, niður á Alþingi í þeim tilgangi að trufla þingfund og láta handtaka sig, sem var um tíma fastur liðu í þættinum.

„Góðan daginn, þið hafið svikið fólkið með gagnagrunnsfrumvarpinu. Fólkið í landinu mun ekki líða þetta,“ hrópaði Jón Atli yfir þingsalinn eftir að þingfundur var hafinn. Jón Atli var umsvifalaust handtekinn í kjölfarið.

Þrátt fyrir iðrun Tvíhöfðamanna og afsökunarbeiðni ákvað skrifstofustjóri Alþingis að taka málið alla leið. Meðal annnars var blómvöndur sem grínistarnir sendu til skrifstofu Alþingis endursendur. Þremenningarnir voru ákærðir í kjölfarið og fengu áðurnefndan skilorðsbundinn dóm vegna málsins.

Málið kom síðan inn á borð undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kosninga til Alþingis sem Dag­ur B. Eggerts­son alþing­ismaður veit­ir for­stöðu og kynnt var á Alþingi á þriðju­dag. Þar var fjallað um áðurnefnda greinargerð landskjörstjórnar. Var það niðurstaða nefndarinnar að í  ljósi þess að Jón hlaut skil­orðsbund­inn dóm sam­kvæmt fram­an­sögðu sé ekki til­efni til þess að bregðast frek­ar við ábend­ingu um kjörgengi hans.

Jón Gnarr fær því að halda þingsæti sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kona ók dópuð eftir Suðurlandsvegi með barn í bílnum

Kona ók dópuð eftir Suðurlandsvegi með barn í bílnum
Fréttir
Í gær

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“
Fréttir
Í gær

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 50 milljóna króna húsnæðislán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 50 milljóna króna húsnæðislán
Fréttir
Í gær

„Forsetinn er opinberlega að kalla eftir þjóðernishreinsunum þar sem hann situr við hliðina á stríðsglæpamanni“

„Forsetinn er opinberlega að kalla eftir þjóðernishreinsunum þar sem hann situr við hliðina á stríðsglæpamanni“