fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. febrúar 2025 07:52

Svanfríður Birgisdóttir. Mynd/Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svanfríður Birgisdóttir er einn af skólastjórum Campus Risbergska-skólans í Örebro í Svíþjóð, þar sem ellefu létu lífið í skotárás í gær. Um er að ræða mannskæðustu skotárás í sögu Svíþjóðar og ríkir mikil sorg víða vegna atviksins.

Svanfríður var í skólanum þegar byssumaðurinn hóf skothríð og sagði hún frá því sem fyrir augu bar í viðtali við RÚV í gærkvöldi.

„Ég fór af veitingastað skólans tveimur mínútum áður en fyrsta skotið heyrðist og það merkilega var að ég áttaði mig ekki einu sinni á því hvað þetta var. Ég hélt bara áfram pollróleg af veitingastaðnum í átt að skrifstofunni minni og settist þar róleg þar til öryggiskerfið fór í gang,“ sagði Svanfríður í viðtalinu.

Hún segir að fyrst þá hafi hún fært sig í burtu frá skrifstofunni og áttað sig á því að það væri eitthvað alvarlegt í gangi.

„Ég sá strax þegar ég kom út manneskju sem lá í jörðinni, hún var dregin í burtu í skjól, og það var ofboðsleg skothríð eins og maður heyrir í bíómyndum,“ segir hún og bætir við að lögregla hafi verið mjög fljót á staðinn sem og þyrla lögreglu.

Það fyrsta sem Svanfríður gerði þegar hún fór út af skrifstofunni var að komast að því hvar allt hennar starfsfólk var. Það tók um tuttugu mínútur og kom þá í ljós að teymið hennar, sem hún hugðist funda með, var innlyksa í fundarherbergi í skólanum og gat ekki flúið út. Þar var hópurinn í tvo tíma meðan hryllingurinn gekk yfir.

Spurð hvort hún hafi upplifað hræðslu segir Svanfríður að hún hafi í raun bara upplifað óraunveruleikatilfinningu. „Og ég held núna þar sem ég stend og tala við þig núna að ég er enn í þessari óraunveruleikatilfinningu. Ég vakna kannski ekki alveg til lífs fyrr en eftir nokkra klukkutíma,“ sagði hún í gærkvöldi við RÚV.

Hún segir að í raun sé enginn hissa og þannig hafi verið æfingar í skólanum þar sem svona uppákomur voru æfðar. Kveðst hún vara stolt af sínu starfsfólki hvernig það leysti þessar erfiðu aðstæður.

Spurð hvort það hefði verið mikið uppnám á svæðinu bendir Svanfríður á að það séu um 2000 manns í skólanum á hverjum degi og hann sé eins og lítið samfélag. Byggingin sé stór, öll á einni hæð, með veitingastöðum og kaffihúsi.

Svanfríður segir að uppnámið hafi verið mikið og hún mun væntanlega seint gleyma því sem hún sá í skólanum. „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg […] Ég heyri enn skothvellina í höfðinu og svo manneskjur sem lágu dánar“ sagði hún við RÚV en viðtalið við hana má hlusta á hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Óvissunni loks lokið
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Staðan er í raun þannig að beðið er eftir eldgosi“

„Staðan er í raun þannig að beðið er eftir eldgosi“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Logi í leynilegri upptöku: „Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“

Logi í leynilegri upptöku: „Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór stingur upp á leið til að binda endi á verkföllin….sums staðar

Ragnar Þór stingur upp á leið til að binda endi á verkföllin….sums staðar
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn