fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 5. febrúar 2025 11:52

Guðrún Hafsteinsdóttir Mynd/Sjálfstæðisflokkurinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur boðað til fundar í Salnum í Kópavogi næstkomandi laugardag. Líklegt verður að teljast að þar muni hún tilkynna um framboð sitt til formennsku í flokknum en fjöldi Sjálfstæðismanna, ekki síst í hennar kjördæmi, Suður, hafa skorað á hana að bjóða sig fram, en þó er að sjálfsögðu ekkert öruggt í þeim efnum. Guðrún sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem hún boðar til fundarins. Tilkynningin er svohljóðandi:

„Kæru vinir.

Nú styttist óðum í að sjálfstæðismenn komi saman á landsfundi til að skerpa á stefnu flokksins og velja sér nýja forystu. Þar munum við ræða um framtíðina, frelsi einstaklingsins og hvernig við tryggjum sterkt og frjálst samfélag til hagsbóta fyrir alla landsmenn.

Fyrir fjórum árum, eftir áratuga starf í atvinnulífinu, fann ég köllun til að bjóða fram krafta mína í þeirri viðleitni að móta íslenskt samfélag. Sú vegferð hefur verið krefjandi, lærdómsrík og gefandi. Ég hef notið hverrar stundar og hef lagt mig fram um að standa vörð um þau grunngildi sem við sjálfstæðismenn trúum á – frelsi, jafnrétti og rétt einstaklinga til að nýta krafta sína til fulls.

Á þessum tímamótum í Sjálfstæðisflokknum tel ég rétt að taka samtal við flokksfélaga mína, en mér þætti vænt um að sjá ykkur og eiga með ykkur góða stund í Salnum í Kópavogi á laugardaginn kemur, 8 febrúar, klukkan 14.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Svona verður veðrið í dag: „Líklega versta veður ársins“

Svona verður veðrið í dag: „Líklega versta veður ársins“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Brynjar gagnrýnir ÍSÍ harkalega – „ÍSÍ og Lárus Blöndal bregðast foreldrum og iðkendum Aþenu“

Brynjar gagnrýnir ÍSÍ harkalega – „ÍSÍ og Lárus Blöndal bregðast foreldrum og iðkendum Aþenu“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sló barnsmóður sína í andlitið þegar hún hélt á syni þeirra

Sló barnsmóður sína í andlitið þegar hún hélt á syni þeirra
Fréttir
Í gær

Teymi sérfræðinga segir að hryllilegt réttarmorð hafi verið framið á Lucy Letby – Sögð saklaus af því að hafa myrt sjö ungabörn

Teymi sérfræðinga segir að hryllilegt réttarmorð hafi verið framið á Lucy Letby – Sögð saklaus af því að hafa myrt sjö ungabörn
Fréttir
Í gær

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“
Fréttir
Í gær

Guðna líst ekkert á blikuna: „Ég spyr ráðamenn þjóðarinnar HVENÆR ER NÓG NÓG?“

Guðna líst ekkert á blikuna: „Ég spyr ráðamenn þjóðarinnar HVENÆR ER NÓG NÓG?“
Fréttir
Í gær

Karl Ágúst leitar að handriti að kvikmynd sem skyndilega er horfið

Karl Ágúst leitar að handriti að kvikmynd sem skyndilega er horfið