Hákon Örn Helgason, íbúi í miðbænum, náði ótrúlegu myndbandi af eldingu sem laust niður í Hallgrímskirkjuturn í óveðrinu sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið, og í raun landið allt, fyrr í kvöld.
Í stuttu samtali við DV segir hann að kærasta hans hafi í nokkur skipti kallað á hann að hún hafi séð eldingu en hann misst af sjónarspilinu og aðeins heyrt þrumurnar sem á eftir fylgdu. Hann hafi að endingu sest á stofugólfið og beðið eftir þeirri næstu með símann á upptöku og þannig náð myndbandi af þessu rafmagnaða augnabliki.
„Þetta var mögnuð tilviljun,“ segir Hákon Örn.