Körfuboltaþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson, sem þjálfar kvennalið Aþenu, birtir í dag myndband þar sem ýmsir þjálfarar sjást blóta í samskiptum við leikmenn sína. Brynjar Karl hefur legið undir miklu ámæli undanfarna daga vegna meints eineltis í garð leikmanna sinna.
„I rest my case, your honor!“ [Ég vendi kvæði mínu í kross æruverðugi dómari] segir Brynjar Karl í stuttri færslu á samfélagsmiðlum. „Ég hef aldrei áður beðið fólk um að deila neinu frá mér, en nú ætla ég að biðja ykkur um þann greiða, því ég mun fylgja þessu vel eftir.“
Meðfylgjandi er myndband þar sem er sýnt bæði hans samskipti við leikmenn, umdeilt viðtal eftir leik og samskipti annarra þjálfara við leikmenn. Meðal annars Dags Sigurðssonar, landsliðsþjálfara Króatíu í handbolta sem vann nýlega silfurverðlaun á heimsmeistaramóti.