fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Sló barnsmóður sína í andlitið þegar hún hélt á syni þeirra

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 17:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur verið dæmdur fyrir líkamsárás og brot á barnaverndarlögum með því að hafa fimmtudaginn 31. ágúst árið 2023, á bílastæði við leikskóla, ráðist með ofbeldi að barnsmóður sinni og slegið hana í andlitið þar sem hún stóð og hélt á syni þeirra. Hlaut konan nokkra áverka af högginu og segir í ákæru að með þessu hafi ákærði sært barn sitt með yfirgangi og ruddalegri og vanvirðandi háttsemi.

Maðurinn var einnig ákærður fyrir umferðarlagabrot en þann 14. mars árið 2024 var hann staðinn að því að aka bíl í Reykjanesbæ undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Maðurinn játaði brot sín afdráttarlaust fyrir dómi og var hann dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Hann var einnig dæmdur til að greiða 410.000 kr. sekt í ríkissjóð og sakarkostnað upp á hátt í 1,5 milljónir króna.

Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness og má lesa hann hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

„Staðan er í raun þannig að beðið er eftir eldgosi“

„Staðan er í raun þannig að beðið er eftir eldgosi“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Logi í leynilegri upptöku: „Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“

Logi í leynilegri upptöku: „Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“
Fréttir
Í gær

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis
Fréttir
Í gær

„Ef þú kemur nálægt honum myrði ég alla þessa fokking stöð“

„Ef þú kemur nálægt honum myrði ég alla þessa fokking stöð“
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór stingur upp á leið til að binda endi á verkföllin….sums staðar

Ragnar Þór stingur upp á leið til að binda endi á verkföllin….sums staðar
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn
Fréttir
Í gær

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum
Fréttir
Í gær

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt