Litháískur karlmaður á fimmtugsaldri þarf að mæta fyrir Héraðsdóms Reykjavíkur þann 13. mars næstkomandi vegna brots gegn valdstjórninni. Að kvöldi laugardagsins 2. desember 2023 á maðurinn að hafa ráðist gegn lögreglumanni við skyldustörf, þá staddur í lögreglubifreið á bílastæði við Landspítalann í Fossvogi.
Á hann að hafa gripið um hægra eyra lögreglumannsins og rifið í eyrað með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn hlaut mar af. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar en hámarksrefsing við broti mannsins er sex ára fangelsi.
Ákæra og fyrirkall á hendur manninum var birt í Lögbirtingablaðinu núna í morgun.