fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Reif í eyra lögreglumanns svo mar hlaust af – Dreginn fyrir dóm

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Litháískur karlmaður á fimmtugsaldri þarf að mæta fyrir Héraðsdóms Reykjavíkur þann 13. mars næstkomandi vegna brots gegn valdstjórninni. Að kvöldi laugardagsins 2. desember 2023 á maðurinn að hafa ráðist gegn lögreglumanni við skyldustörf, þá staddur í lögreglubifreið á bílastæði við Landspítalann í Fossvogi.

Á hann að hafa gripið um hægra eyra lögreglumannsins og rifið í eyrað með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn hlaut mar af. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar en hámarksrefsing við broti mannsins er sex ára fangelsi.

Ákæra og fyrirkall á hendur manninum var birt í Lögbirtingablaðinu núna í morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis
Fréttir
Í gær

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm
Fréttir
Í gær

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum