fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Ferðamenn nefna stærstu mistökin sem þeir gerðu á Íslandi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið forvitnilegt að heyra af ævintýrum erlendra ferðamanna hér á landi og hvaða skoðun þeir hafa á landi og þjóð. Um tvær milljónir manna heimsóttu landið í fyrra og á Reddit er að finna blómlegt samfélag þeirra sem heimsótt hafa landið eða hyggja á heimsókn.

Í færslu sem birtist þar í gær voru ferðamenn spurðir um stærstu mistökin sem þeir gerðu í tengslum við Íslandsferðir sínar og er óhætt að segja að svörin hafi verið áhugaverð og jafn misjöfn og þau voru mörg.

„Að fara frá Íslandi voru stór mistök,“ segir einn og kitlar væntanlega egóið hjá einhverjum landsmönnum.

„Að vanmeta það hversu fallegt landið er,“ segir annar og bætir við að á ferðalögum sínum á þjóðveginum hafi verið svo margir fallegir staðir á milli vinsælla kennileita.

„Svo margir fallegir fossar og fallegt landslag og við stoppuðum miklu oftar en við ætluðum okkur. Ferðalög okkar á milli staða tóku þar af leiðandi lengri tíma.“

Þriðji nefnir að hann hafi gert þau mistök að athuga ekki hvort tímasetningar á skipulögðum skoðunarferðum stæðust.

„Ég kom í apríl og ég bókaði hvalaskoðunarferð fyrir mig og eiginkonu mína. Ég gat valið tíma á heimasíðu fyrirtækisins og valdi ferð sem fara átti síðdegis einn dag. Svo kom í ljós að fyrirtækið fer bara eina ferð á dag yfir vetrartímann og hún var farin klukkan 9 að morgni. Og við misstum af henni.“

Viðkomandi segir að starfsmenn fyrirtækisins hafi verið liðlegir og hleypt þeim í ferðina sem var farin daginn eftir. „En endilega kíkið á staðfestingarpóstinn þegar ferðir eru bókaðar.“

(Umfjöllunin heldur áfram hér að neðan)

Mynd/Hanna.

Annar segist hafa gert þau mistök að treysta Google Maps í blindni og endað úti í skurði. Þetta reyndust dýr mistök og segir hann að öxull undir bílnum hafi brotnað og það hafi verið dýrt að fá dráttarbíl á vettvang til að fjarlægja bílinn. Þetta hafi kostað hann um 200 til 250 þúsund krónur.

Einn í umræðunum segist hafa gert þau mistök að fara ekki nógu vel klæddur í skoðunarferðir. „Í minni fyrstu ferð til landsins fór ég Gullna hringinn og var bara í gallabuxum. Vindurinn var svo kaldur að ég hefði allt eins getað verið berleggjaður,“ segir hann og hvetur fólk til að taka líka með sér regnföt.

Nokkrir nefna svo að þeir hafi flaskað á að taka með sér verkjalyf, það geti verið erfitt að verða sér úti um þau þar sem þau eru aðeins fáanleg hjá lyfsölum. „Það tók mig heila eilífð af finna íbúfen. Ég fékk heiftarlegan höfuðverk, líklega eftir flugið þar sem ég svaf ekki neitt. Ég gerði ráð fyrir að maður þyrfti ekki að fara í apótek til að nálgast verkjalyf,“ segir til dæmis einn.

Enn annar nefnir svo að ef fólk vill njóta þess að drekka vín eða bjór á ferðalagi sínu um landið sé ráðlegt að fara tímanlega í Vínbúðina og byrgja sig upp. Vínbúðirnar séu með stuttan opnunartíma og ekki á hverju strái.

Þá nefnir einn að hann hafi gert þau mistök að taka ekki með sér mannbrodda til að verjast hálkunni. „Ég og maðurinn minn runnum endalaust. Þið skuluð allavega endilega hafa þá í bílnum,“ segir viðkomandi.

Einn segist hafa eytt tíma sínum í að ferðast að flugvélarflakinu á Sólheimasandi. Það hafi í raun verið stór mistök og ekki þess virði. „Algjör tímaeyðsla,“ segir hann.

Annar nefnir að hann hafi gert þau mistök að gera ráð fyrir góðu veðri hér á landi í júnímánuði. Annað hafi komið á daginn því hringveginum hafi verið lokað vegna ofankomu fyrstu vikuna í júnímánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Staðan er í raun þannig að beðið er eftir eldgosi“

„Staðan er í raun þannig að beðið er eftir eldgosi“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Logi í leynilegri upptöku: „Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“

Logi í leynilegri upptöku: „Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“
Fréttir
Í gær

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis
Fréttir
Í gær

„Ef þú kemur nálægt honum myrði ég alla þessa fokking stöð“

„Ef þú kemur nálægt honum myrði ég alla þessa fokking stöð“
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór stingur upp á leið til að binda endi á verkföllin….sums staðar

Ragnar Þór stingur upp á leið til að binda endi á verkföllin….sums staðar
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn
Fréttir
Í gær

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum
Fréttir
Í gær

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt