Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu í dag.
Björgólfur gekk í Verzlunarskóla Íslands og nam lögfræði við Háskóla Íslands um tíma. Hann sat í stjórn Heimdallar á árunum 1965 til 1968 og gerðist framkvæmdastjóri Dósaverksmiðjunnar eftir það.
Björgólfur var svo ráðinn framkvæmdastjóri Hafskips árið 1977 sem hann stýrði til ársins 1986.
Hann flutti svo til St. Pétursborgar í Rússlandi árið 1993 og stofnaði þar drykkjarvöruverksmiðjuna Bravo Brewery ásamt syni sínum, Björgólfi Thor og Magnúsi Þorsteinssyni. Verksmiðjan var síðan seld til Heineken fyrir 400 milljónir dollara árið 2002.
Björgólfur sneri svo aftur til Íslands og var í forsvari hins svokallaða Samson-hóps sem keypti tæplega helmingshlut í Landsbankanum. Hann sat í stjórn bankans frá því í febrúar 2003 og fram að bankahruninu.
Björgólfur kom víða við í viðskiptum og kom meðal annars að fjármögnun á tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu. Var hann sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til viðskiptalífs og menningar árið 2005. Hann kom að stofnun SÁÁ og var formaður samtakanna um árabil.
Þá kom Björgólfur að kaupum á enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham árið 2006 og varð aðaleigandi félagsins.
Björgólfur kvæntist Margréti Þóru Hallgrímsson árið 1963 en hún lést árið 2020, níræð að aldri. Þau áttu saman fimm börn, Friðrik Örn Clausen, Hallgrím, Margréti, Bentínu og Björgólf Thor.