Um er að ræða mikinn heiður enda eru Grammy-verðlaunin ein sú virtustu í tónlistarheiminum.
Plata bandarísku tónlistarkonunnar Beyoncé, Cowboy Carter, var valin plata ársins og er þetta í fyrsta sinn sem Beyoncé vinnur verðlaun fyrir bestu plötuna. Hún var tilnefnd árin 2010, 2015, 2017 og 2023 en tapaði í öll skiptin.
Lag Kendricks Lamar, Not Like Us, var valið lag ársins og þá fékk Chappel Roan verðlaun sem nýliði ársins.
Hægt er að sjá alla sigurvegara hátíðarinnar hér.