fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Lítur framkomu Brynjars Karls alvarlegum augum – „Misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. febrúar 2025 18:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) hefur sent frá sér ályktun um ofbeldi í íþróttahreyfingunni. Af orðalagi ályktunarinnar má ráða að hér sé fjallað um framkomu körfuboltaþjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar sem undanfarið hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir framkomu sína í garð leikmanna sinna hjá Aþenu.

Ályktunin er eftirfarandi:

„Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) fordæmir allt ofbeldi í íþróttahreyfingunni.

Samkvæmt hegðunar-viðmiðum ÍSÍ er áhersla lögð á að þjálfarar gæti að málfari sínu og hegðun, nýti stöðu sína á uppbyggilegan hátt og beiti sér gegn öllu ofbeldi. Því lítur framkvæmdastjórn atvik þar sem þjálfari öskrar, slær til iðkenda og/eða niðurlægir með orðum alvarlegum augum og ítrekar að slík misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu.

ÍSÍ vinnur að gerð Öryggis- og velferðarstefnu fyrir íþróttahreyfinguna ásamt lagabreytingum sem miða að því að auka enn frekar farsæld iðkenda og annarra sem tengjast íþróttastarfinu og skapa skýrari ramma um mál er snúa að velferð og öryggi innan hreyfingarinnar.”

Það var íþróttafræðingurinn og framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar, Bjarney Láru Bjarnadóttir, sem vakti athygli á myndskeiði þar sem Brynjar sást öskra á leikmann og slá til hennar í bræði. Bjarney sagði tíma til kominn að þessi framganga þjálfarans sé tekin til skoðunar og taldi hún ljóst að um ofbeldi í garð leikmanna væri að ræða.

Sjá einnig: Segir ótrúlegt að fólk sé enn tilbúið að verja framkomu Brynjars Karls – „Ég get allavega ekki þagað lengur“

Eiginkona Brynjars sem og leikmenn meistaraflokks Aþenu hafa komið þjálfaranum til varna og neita því að um ofbeldi sé að ræða.

Sjá einnig: Eiginkona Brynjars Karls ver sinn mann og sakar Bjarney um ofbeldi – Bjarney svarar og lýsir kynnum sínum af þjálfunaraðferðunum umdeildu

Aþenukonur segja meðal annars í yfirlýsingu: „Við viljum taka það skýrt fram að við erum ekki beittar ofbeldi. Okkur þykir slíkar yfirlýsingar vanvirðing við okkur sem fullorðna einstaklinga sem af fúsum og frjálsum vilja göngum í Aþenu og spilum fyrir okkar lið. Við erum fullfærar um að tjá tilfinningar okkar, mynda okkar eigin skoðanir, draga ályktanir og erum á allan hátt dómbærar á það sem gerist í kringum okkur. Að nota orðið ofbeldi í þessu samhengi er bæði villandi og skaðlegt. Það gerir einnig lítið úr alvarlegu eðli raunverulegs ofbeldis.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt