fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Jóhannes Þór varar stjórnvöld við: „Algjörlega fáránleg hugmynd“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. febrúar 2025 09:00

Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri SAF. mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höf­um komið því skýrt á fram­færi þar að ein­hvers kon­ar hringl með það að setja fyrst komu­gjöld og svo ein­hvers­kon­ar aðra gjald­töku er al­gjör­lega fá­rán­leg hug­mynd. Maður hringl­ar ekki á þann hátt með grund­vall­ar­at­vinnu­grein­ar þjóðar­inn­ar.“

Þetta seg­ir Jó­hann­es Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í viðtali við Morgunblaðið í dag.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem kynntur var í desember er kveðið á um að komugjöld verði innheimt af ferðamönnum á meðan unnið er að útfærslu auðlindagjalds. Í 11. grein sáttmálans segir meðal annars:

„Vinsælustu ferðamannastaðir landsins eru í eigu þjóðarinnar og ríkisstjórnin hyggst taka upp auðlindagjald fyrir aðgang ferðamanna að náttúruperlum Íslands. Á meðan unnið er að útfærslu verða innheimt komugjöld.“

Jóhannes Þór segir í samtali við Morgunblaðið að grundvallarskilyrði sé að ferðaþjónustan fái að minnsta kosti tólf mánaða fyrirvara áður en gjaldtaka tekur gildi. Bendir hann á að það skipti máli að svona gjaldtaka nái markmiðum sínum og verði ekki til þess að eyðileggja bæði rekstur fyrirtækja og samkeppnishæfni allrar greinarinnar sem aftur hefði áhrif á skatttekjur ríkisins.

Nánar er rætt við Jóhannes í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Vekur athygli á því sem hundur Hackman-hjónanna gerði þegar lögregla og sjúkralið komu á staðinn

Vekur athygli á því sem hundur Hackman-hjónanna gerði þegar lögregla og sjúkralið komu á staðinn
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Björk segir Spotify það versta sem komið hafi fyrir tónlistarfólk – Þetta var borgað út á síðasta ári

Björk segir Spotify það versta sem komið hafi fyrir tónlistarfólk – Þetta var borgað út á síðasta ári
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Áfram skelfur jörð við Reykjanestá

Áfram skelfur jörð við Reykjanestá
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Segir að Xi Jinping hafi ástæðu til að brosa breitt vegna Trump

Segir að Xi Jinping hafi ástæðu til að brosa breitt vegna Trump
Fréttir
Í gær

Rústaði verkstæðisskemmu og bíl fyrirverandi eiginkonu

Rústaði verkstæðisskemmu og bíl fyrirverandi eiginkonu
Fréttir
Í gær

Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði og krafin um fjórar milljónir króna

Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði og krafin um fjórar milljónir króna
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmenn þurftu að endurgreiða tugi milljóna

Kvikmyndagerðarmenn þurftu að endurgreiða tugi milljóna
Fréttir
Í gær

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“