Maður á Akureyri hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni. Ákært er vegna atviks sem átti sér stað laugardaginn 17. júní árið 2023, á lögreglustöðinni á Akureyri. Hótaði maðurinn þá lögreglumönnum með eftirfarandi orðum:
„Ef þú kemur nálægt honum myrði ég alla þessa fokking stöð, ef þú kemur nálægt [eytt] þá drep ég ykkur alla.“
Er þess krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri þann 12. febrúar næstkomandi.