fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Fréttir

Þorsteinn segir lífeyrisgreiðslur hafi verið skertar á grundvelli rangra upplýsinga og segir leiðréttingar þörf

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. febrúar 2025 08:30

Þorsteinn Þorsteinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Þorsteinsson, hagfræðingur, telur að lífeyrisréttindi sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkissins (LSR) hafi verið skert á grundvellri rangra uppplýsinga. Ástæðan fyrir skerðingum hafi verið sú að þjóðin væri að eldast en gögn sýni að það hafi ekki verið raunin. Það þýði einfaldlega að stór hópur lífeyrisþega sé snuðaður um háar fjárhæðir.

Erum ekki að eldast eins og spár sögðu til um

Í aðsendri grein sem birtist á Vísi í vikunni segir Þorsteinn að það hafi lengi verið einskonar mantra að íslenska þjóðin sé að eldast. Það hafi verið lagt til grundvallar varðandi framtíðarspár hjá ríki og sveitarfélögum þegar kemur að þörf varðandi heilbrigðisþjónustu, öldrunarþjónustu, byggingu, hjúkrunarheimila og fleira.

„Þetta var einnig forsendan fyrir því að skerða lífeyrisréttindi sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) að meðaltali um 10% árið 2023. Skýringin sem var þá gefin var að endurreikna þyrfti lífslíkur sjóðsfélaga vegna hækkandi lífaldurs þeirra,“ skrifar Þorsteinn.

Þrátt fyrir aðfinnslur Fjármálaeftirlitsins hafi skerðingin verið keyrð í gegn og upplýsir Þorsteinn að nokkur dómsmál séu í farvatninu þar sem reynt verður á lögmæti skerðinganna.

Í grein sinni bendir Þorsteinn á að tölur Hagstofunnar sýni að meðalævilengd þjóðarinnar hafi staðið í stað síðan 2012. Þá sé íslenska þjóðin ein sú yngsta í heiminum og að starfsævin hér á landi sé ein sú lengsta í Evrópu, tæplega 46 ár. Allt séu þetta þættir sem ætti að  auðvelda lífeyrissjóðum það verkefni að geta skilað sjóðfélögum sínum góðum lífeyri en engu að síður hefur verið gripið til ónauðsynlegra skerðinga að mati Þorsteins.

Aðferðarfræði sem þarf að endurskoða

Þorsteinn segir að rök LSR fyrir skerðingunni 2023 hefðu verið þau að lífslíkur sjóðsfélaga væru hærri en gengur og gerist hjá þjóðinni.

„Vitað er að meirihluti sjóðsfélaga í LSR eru konur sem lifa lengur en karlar og svo er hlutfall háskólamenntaðra í sjóðnum hærra en þverskurður af þjóðinni segir til um.“

En þrátt fyrir að tekið sé tillit til þessara þátta virðist munurinn á tölum Hagstofunnar og útreikninga Félags íslenskra tryggingarstærðfræðinga (FÍT) vera allt of mikill, sjóðfélögum í óhag.

Þorsteinn segir að þessi mismunur veki spurningar um þá aðferðarfræði sem FÍT notar við útreikningana. Kominn sé tími til að endurskoða aðferðafræðina seme notast er við í útreikningum á lífslíkum sjóðsfélaga hjá íslenskum lífeyrissjóðum og þörf sé á hlutlausum fagaðila til að fara yfir aðferðina.

„Síðast en ekki síst er mikilvægt að gera ráð fyrir því að þjóðin sé hætt að eldast og skila lífeyrisskerðingum til baka til sjóðsfélaga,“ skrifar Þorsteinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Björn kom í veg fyrir stórslys á Sandgerðisvegi – „Þetta var rosalegt“

Björn kom í veg fyrir stórslys á Sandgerðisvegi – „Þetta var rosalegt“
Fréttir
Í gær

Telur Trump vera með skárri stefnu í Úkraínustríðinu en Biden

Telur Trump vera með skárri stefnu í Úkraínustríðinu en Biden