fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Fréttir

Skagfirðingar skora á Hönnu Katrínu

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 28. febrúar 2025 14:30

Hanna Katrín Friðriksson Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Byggðarráð sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur skorað á Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra að draga til baka frumvarp sem hún hefur lagt fram á Alþingi. Snýst frumvarpið um að taka til baka breytingar á búvörulögum sem gerðar voru í tíð síðustu ríkisstjórnar. Samkvæmt breytingunum var sláturhúsum og kjötafurðastöðvum veitt heimild til samruna og samstarfs og voru með því undanskilin samkeppnislögum. Byggðaráðið segir það eðlilegt að bíða dóms Hæstaréttar sem mun skera úr um hvort þessar breytingar samræmist stjórnarskrá en segir einnig mikilvægt að hagræðing verði möguleg í innlendri búvöruframleiðslu.

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að með lagabreytingunum og meðferð þeirra á Alþingi hefði ákvæði stjórnarskrárinnar um að öll lagafrumvörp þurfi að fara í gegnum þrjár umræður áður en þau séu samþykkt á þinginu. Sagði dómurinn að frumvarpið hefði tekið svo miklum breytingum í meðförum þingsins að í raun hafi um nýtt þingmál verið að ræða.

Nýtt frumvarp í smíðum

Hanna Katrín lagði sitt frumvarp, sem áður segir snýst um að taka áðurnefndar breytingar á búvörulögum til baka, fram fyrir 10 dögum en það hefur ekki verið tekið til umræðu á þingi. Í greinargerð með frumvarpinu segir meðal annars að lagabreytingarnar á síðasta löggjafarþingi hafi verið skaðlegar bæði hagsmunum neytenda og bænda. Einnig kemur fram að unnið sé að öðru frumvarpi sem eigi að gera innlendum matvælaframleiðendum kleift að hafa svigrúm til hagræðingar sem sé ekki lakara en það sem sé fyrir hendi í nágrannalöndunum. Minnst er á í greinargerðinni að dómi héraðsdóms hafi verið áfrýjað beint til Hæstaréttar en að öðru leyti er lögð áhersla á niðurstöðu fyrrnefnda dómstigsins um að meðferð breytinganna á búvörulögum á Alþingi hafi ekki verið í samræmi við stjórnarskránna. Ráðherrann virðist því ekki telja nauðsynlegt að bíða niðurstöðu Hæstaréttar.

Byggðarráð Skagafjarðar lýsir sig alfarið ósammála ráðherranum um gildi hinna umdeildu breytinga á búvörulögunum og um hvort heppilegt sé að bíða dóms Hæstaréttar áður en breytingarnar séu dregnar til baka.

Harmur

Í bókun á síðasta fundi ráðsins segir að það harmi frumvarpið. Breytingarnar, sem því sé ætlað að draga til baka, hafi snúist um að opna fyrir heimild sláturhúsa og kjötafurðastöðva til samstarfs og/eða sameiningar, með það að markmiði að þau gætu hagrætt í rekstrinum og þannig stuðlað að hærra afurðaverði til bænda og lægra vöruverði til neytenda.

Skorar byggðarráðið á ráðherrann að draga frumvarpið tafarlaust til baka og hætta við áformin. Telur byggðarráð það í hæsta máta óeðlilegt að fara fram með þessa tillögu að breytingu á lögunum á meðan beðið sé niðurstöðu Hæstaréttar.

Leggur byggðarráð að lokum áherslu á mikilvægi þess að íslenska ríkið standi vörð um innlenda búvöruframleiðslu og að henni sé gert kleift að hagræða í rekstri afurðastöðva. Samkeppnin við innfluttar afurðir sé mikil en í öllum nágrannalöndum Íslands séu afurðastöðvar bæði fáar og mjög stórar og hagræðing því þegar búin að eiga sér stað þar.

Ljóst er því að byggðarráð Skagafjarðar og atvinnuvegaráðherra líta þessi mál gerólíkum augum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ólafur ósáttur og sakar Viðskiptablaðið um lygar – „Sit ekki lengur þegjandi undir upplognum merkimiðum falsfréttamiðla“

Ólafur ósáttur og sakar Viðskiptablaðið um lygar – „Sit ekki lengur þegjandi undir upplognum merkimiðum falsfréttamiðla“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Einar harmar fjöldauppsagnir Trump á veðurfræðingum – „Vara við ferðum fellibylja og vakta Tsunami bylgjur“

Einar harmar fjöldauppsagnir Trump á veðurfræðingum – „Vara við ferðum fellibylja og vakta Tsunami bylgjur“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Skáksnillingurinn og Íslandsvinurinn Boris Spassky látinn

Skáksnillingurinn og Íslandsvinurinn Boris Spassky látinn
Fréttir
Í gær

Grímur opnar sig um persónulega reynslu sem barn í kerfinu – „Ég sagði aldrei neitt enda var enginn að hlusta“ 

Grímur opnar sig um persónulega reynslu sem barn í kerfinu – „Ég sagði aldrei neitt enda var enginn að hlusta“ 
Fréttir
Í gær

World Class hjónin skála í nýja húsinu – Nágrannar óánægðir með snigilshraða á framkvæmdum

World Class hjónin skála í nýja húsinu – Nágrannar óánægðir með snigilshraða á framkvæmdum
Fréttir
Í gær

Kristján lést í hörmulegu slysi á Þingvallavegi – Safnað fyrir eiginkonu hans og syni

Kristján lést í hörmulegu slysi á Þingvallavegi – Safnað fyrir eiginkonu hans og syni