Donald Trump Bandaríkjaforseti vísaði Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu á dyr eftir að sauð úr á fundi þeirra í Hvíta húsinu í dag.
Sjá einnig: Hvöss orðaskipti á milli Trumps og Zelenskys – „Þú ert að gambla með þriðju heimstyrjöldina“
Zelenskyy hefur yfirgefið Hvíta húsið og var blaðamannafundi sem halda átti eftir fund leiðtoganna, verið aflýst.
Í yfirlýsingu Trumps segir hann að Zelenskyy geti komið til baka þegar hann sé reiðubúinn fyrir frið.