Í tilkynningu frá Landhelgisgsælunni kemur fram að hún hafi neyðst til að taka íslenskt skip með valdi í gærmorgun.
Í tilkynningunni segir að varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafi orðið þess áskynja við hefðbundna vöktun í gærmorgun að íslenskt skip væri á siglingu norðan við landið án þess að vera með gilt haffærnisskírteini auk þess sem grunur hafi leikið á að lögskráning skipstjórans um borð væri ekki fullnægjandi. Óskað hafi verið eftir því að skipið sneri aftur til upphaflegrar hafnar. Þeir sem voru um borð hafi hafnað því og ekki viljað fylgja fyrirmælum Landhelgisgæslunnar.