fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Fréttir

Íslendingur handtekinn, grunaður um að hafa keypt aðgang að barnaníðsefni sem framleitt var af gervigreind

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. febrúar 2025 11:18

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur maður var handtekinn á miðvikudag, grunaður um að hafa keypt sér aðgang að barnaníðsefni sem framleitt var af gervigreind. RÚV greinir frá þessu.

Málið er hluti af umfangsmikilli lögregluaðgerð Europol í 19 löndum sem leiddi til handtöku 25 manns. Danska lögreglan hafði frumkvæði í málinu. Eru mennirnir grunaðir um að dreifa barnaníðsefni af ólögráða börnum, sem búið var til af gervigreind.

RÚV ræðir við Bylgju Hrönn Baldursdóttur, hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en hún segir að lögreglan hér á landi hafi fengið tilkynningu frá Europol um að Íslendingur hafi komið upp í rannsókn dönsku lögreglunnar. Grunur er um að maðurinn hafi keypt aðgang að gervigreindarframleiddu barnaníðsefni.

Danska lögreglan handtók meintan höfuðpaur þessa barnaníðshrings í nóvember í fyrra. Rannsókn Europol er ein af þeim fyrstu sem snýr að því að gervigreind sé notuð til að framleiða barnaníðsefni. Í mörgum löndum er ekki búið að setja lög sem ná utan um brot af þessu tagi en aðildarríki Evrópusambandsins vinna að sameiginlegri löggjöf.

„Það er hægt að nota gervigreind í margt gott en þetta er auðvitað stór galli,“ segir Bylgja Hrönn í viðtali við RÚV.

Uppfært kl. 12:

Lögreglan hefur sent frá sér tilkynningu um málið. Þar kemur fram að húsleit var gerð hjá Íslendingnum sem grunaður er í málinu og var lagt hald á búnað sem núna er til rannsóknar hjá lögreglunni:

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti ríkislögreglustjóra tóku þátt í alþjóðlegri lögregluaðgerð á dögunum, en hún snéri að barnaníðsefni sem var búið til með gervigreind. Aðgerðin gekk undir nafninu Cumberland, en hana leiddu dönsk lögregluyfirvöld. Meintur höfuðpaur í málinu er danskur ríkisborgari, sem var handtekinn í lok síðasta árs. Hann er sagður hafa búið til barnaníðsefni og notað til þess gervigreind og síðan selt aðgang að efninu á netinu. Tuttugu og fimm voru handteknir í aðgerðunum, langflestir í fyrradag. Einn þeirra var handtekinn hér á landi og framkvæmd var húsleit í híbýlum hans. Þar var lagt hald á búnað sem er nú til rannsóknar hjá lögreglu.

Um var að ræða samræmdar aðgerðir með fulltingi Europol í sautján Evrópulöndum, auk Ástralíu og Nýja-Sjálands.

Nánari upplýsingar um þessa alþjóðlegu aðgerð er að finna í fréttatilkynningu á heimsíðu Europol, en hana má nálgast hér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Grímur opnar sig um persónulega reynslu sem barn í kerfinu – „Ég sagði aldrei neitt enda var enginn að hlusta“ 

Grímur opnar sig um persónulega reynslu sem barn í kerfinu – „Ég sagði aldrei neitt enda var enginn að hlusta“ 
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Óhugnaður á bílastæði – Landsréttur þyngdi dóm yfir Candido Alberto

Óhugnaður á bílastæði – Landsréttur þyngdi dóm yfir Candido Alberto
Fréttir
Í gær

Kristján Sívarsson fyrir dóm sakaður um að pynta konu í tíu daga – Notaði nál, hníf, hamar, járnrör, spýtu og hleðslutæki

Kristján Sívarsson fyrir dóm sakaður um að pynta konu í tíu daga – Notaði nál, hníf, hamar, járnrör, spýtu og hleðslutæki
Fréttir
Í gær

World Class hjónin skála í nýja húsinu – Nágrannar óánægðir með snigilshraða á framkvæmdum

World Class hjónin skála í nýja húsinu – Nágrannar óánægðir með snigilshraða á framkvæmdum
Fréttir
Í gær

Koma af fjöllum í máli Alfreðs: „Við erum al­veg blind gagn­vart geðsviði LSH“

Koma af fjöllum í máli Alfreðs: „Við erum al­veg blind gagn­vart geðsviði LSH“
Fréttir
Í gær

Ívar Orri kemur til dyranna eins og hann er klæddur – „Ef þú ert ekki sterkur þá ertu aumur“

Ívar Orri kemur til dyranna eins og hann er klæddur – „Ef þú ert ekki sterkur þá ertu aumur“
Fréttir
Í gær

Óhugnanlegt myndband: Ungmenni á reiðhjólum börðu ökumann til óbóta

Óhugnanlegt myndband: Ungmenni á reiðhjólum börðu ökumann til óbóta
Fréttir
Í gær

Ólafur segir marga misnota veikindaréttinn: „Upp hafa komið hreint ótrúleg mál“

Ólafur segir marga misnota veikindaréttinn: „Upp hafa komið hreint ótrúleg mál“