fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Fréttir

Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 28. febrúar 2025 17:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Góa hefur keypt allan tækjabúnað Omnom og mun hefja framleiðslu á Omnom súkkulaði.

„Við erum mjög ánægðir með þessa niðurstöðu. Með þessu náðum við að halda framleiðslunni áfram á Íslandi og það frábæra fólk sem hefur unnið í framleiðslunni með okkur mun geta gert það áfram. Tækifærin verða stærri og við lítum björtum augum til framtíðarinnar,“ segir Óskar Þórðarsson einn stofnanda Omnom.

Allir starfsmenn í framleiðslu Omnom hafa fengið boð um starf hjá Góu við framleiðsluna frá og með 1. mars.

Spennandi framtíð

„Fyrir okkur er þetta mjög spennandi og býður upp á skemmtilega möguleika. Við höfum horft til þess sem Omnom hefur verið að gera í talsverðan tíma og erum ánægð með að getað stuðlað að því að unnt sé að halda því ævintýri áfram,“ segir Helgi Vilhjálmsson um samstarfið.

Omnom var stofnað árið 2013 og er þekkt fyrir hágæða súkkulaði sem framleitt er frá kakóbaun til vöru. Fyrirtækið sérhæfir sig í að nota hágæða kakaóbaunir frá öllum heimshornum. Omnom hefur vakið alþjóðlega athygli fyrir skapandi og bragðmikilli nálgun á súkkulaði.

Góa var stofnað árið 1968 og hefur síðan þá verið rekið af Helga Vilhjálmssyni og fjölskyldu. Fyrsta vara Góu var Góa karamellur, en síðar urðu til vörur eins og Hraun, Æði, Florída, Góu rúsínur og alls konar kúlur. Góa keypti síðar fyrirtæki eins og Linda og Apollo. Í dag er Góa einn stærsti sælgætisframleiðandi Íslands og hefur alla sína framleiðslu á Íslandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Fékk vægan dóm fyrir að misnota stjúpdóttur sína

Fékk vægan dóm fyrir að misnota stjúpdóttur sína
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ólafur ósáttur og sakar Viðskiptablaðið um lygar – „Sit ekki lengur þegjandi undir upplognum merkimiðum falsfréttamiðla“

Ólafur ósáttur og sakar Viðskiptablaðið um lygar – „Sit ekki lengur þegjandi undir upplognum merkimiðum falsfréttamiðla“
Fréttir
Í gær

Kristján Sívarsson fyrir dóm sakaður um að pynta konu í tíu daga – Notaði nál, hníf, hamar, járnrör, spýtu og hleðslutæki

Kristján Sívarsson fyrir dóm sakaður um að pynta konu í tíu daga – Notaði nál, hníf, hamar, járnrör, spýtu og hleðslutæki
Fréttir
Í gær

World Class hjónin skála í nýja húsinu – Nágrannar óánægðir með snigilshraða á framkvæmdum

World Class hjónin skála í nýja húsinu – Nágrannar óánægðir með snigilshraða á framkvæmdum
Fréttir
Í gær

Fiskikóngurinn hefur ekkert að fela -„Það skíta allir upp á bak, bara spurning hvernig þú skeinir þér, ég er mjög vel skeindur“

Fiskikóngurinn hefur ekkert að fela -„Það skíta allir upp á bak, bara spurning hvernig þú skeinir þér, ég er mjög vel skeindur“
Fréttir
Í gær

Þurfum við íslenskan her? Ólína segir að herleysi sé einmitt styrkur Íslendinga

Þurfum við íslenskan her? Ólína segir að herleysi sé einmitt styrkur Íslendinga