fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Fréttir

Fékk vægan dóm fyrir að misnota stjúpdóttur sína

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. febrúar 2025 11:00

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á fertugsaldri hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að misnota stjúpdóttur sína kynferðislega. Stór hluti refsingar mannsins er hins vegar skilorðsbundin.

Héraðssaksóknari gaf út ákæru gegn manninum í janúar á síðasta ári. Samkvæmt henni braut maðurinn gegn stúlkunni í fjölda skipta en hún var þá 7-8 ára gömul. Gerði hann þetta á meðan stúlkan við hlið hans í rúmi. Fólust brotin í að strjúka yfir bak hennar og bringu innan klæða og strjúka og snerta kynfæri hennar og rass innan klæða og í hluta skiptanna fróa sér við hlið hennar.

Málið fór fyrst fyrir dóm í nóvember 2024 en var síðan flutt að nýju í janúar 2025 fyrir fjölskipuðum dómi. Það þótti nauðsynlegt vegna munnlegrar viðbótarsönnunarfærslu auk þess sem nauðsyn krafði að dómurinn yrði skipaður sérfróðum meðdómsmanni.

Maðurinn neitaði sök en ekki kemur fram í dómnum hvenær brot mannsins áttu sér stað.

Í niðurstöðu dómsins segir að ljóst sé að ekki sé öðrum sönnunargögnum til að dreifa í málinu en framburði stúlkunnar og mannsins.

Meta út frá aldri

Dómurinn segir ljóst að horfa verði til þess að stúlkan hafi verið átta ára gömul þega hún gaf skýrslu í Barnahúsi. Stúlkan hafi til að mynda sýnt með látbragði hvernig maðurinn hafi snert kynfæri hennar. Miðað við hennar framsetningu sé ekkert sem bendi til að um annað en hennar upplifun sé að ræða. Stúlkan hafi ekki ýkt neitt og ekki gert hlut mannsins verri en efni hafi staðið til. Þvert á móti beri hún fram skýringar á framgöngu hans.

Framburður hennar gefi skýrt til kynna að maðurinn hafi fróað sér við hlið hennar og snert hana. Stúlkan hafi augljóslega verið að lýsa erfiðri og ógeðfelldri lífsreynslu. Matsmaður hafi komist að þeirri niðurstöðu að maðurinn sé ekki haldin kynferðislegri svefnröskun eins og haldið hafi verið fram. Athafnir mannsins hafi verið of skipulagðar til að það standist.

Enn fremur segir að töluverður munur hafi verið á framburði mannsins hjá lögreglu og fyrir dómi. Lögreglunni hafi hann tjáð að stúlkan hefði oft komið upp í rúm til hans meðan hann hafi verið að horfa á sjónvarpið en því hafi hann aftur á móti neitað fyrir dómi. Gögn liggi einnig fyrir frá sálfræðingi og Landspítalanum þar sem komi fram að stúlkan hafi glímt við mikla andlega erfiðleika.

Ekki sofandi

Maðurinn hélt því fram að hann hefði verið sofandi þegar og ef brotin hafi verið framin og því hafi ekki verið til staðar ásetningur af hans hálfu.

Stúlkan minntist á það í sínum framburði að augu mannins hefðu verið lokuð og hann hefði verið að reyna að sofna. Vísaði maðurinn til þessara orða og sagðist haldinn kynferðislegri svefnröskun en eins og áður segir vísaði dómskvaddur matsmaður því alfarið á bug.

Dómurinn segir að þegar framburður stúlkunnar um að maðurinn hafi verið sofandi þegar hann braut á henni sé metinn verði að horfa til ungs aldurs hennar. Framburður hennar um að hann hafi hindrað hana við að yfirgefa rúmið sé í ósamræmi við þau orð. Segir dómurinn því einu gilda hvort stúlkunni hafi missýnst um að maðurinn hafi verið sofandi eða hvort hann var að reyna að þykjast vera sofandi. Er í dómnum lögð áhersla á að athæfi mannsins hafi verið of skipulagt og markvisst til að það standist að hann hafi verið sofandi.

Maðurinn var því sakfelldur fyrir það sem fram kom í ákærunni.

Þar sem brotin voru alvarleg og ítrekuð þótti við hæfi að dæma manninn í tólf mánaða fangelsi en þar af eru níu mánuðir skilorðsbundnir vegna þess dráttar sem orðið hefur á málinu en ekki kemur skýrt fram í dómnum hvenær brot mannsins voru upphaflega kærð til lögreglu.

Maðurinn þarf þar að auki að greiða stúlkunni 2 milljónir króna í miskabætur auk vaxta og dráttarvaxta.

Dóminn í heild sinni er hægt að lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fiskikóngurinn hefur ekkert að fela -„Það skíta allir upp á bak, bara spurning hvernig þú skeinir þér, ég er mjög vel skeindur“

Fiskikóngurinn hefur ekkert að fela -„Það skíta allir upp á bak, bara spurning hvernig þú skeinir þér, ég er mjög vel skeindur“
Fréttir
Í gær

Þurfum við íslenskan her? Ólína segir að herleysi sé einmitt styrkur Íslendinga

Þurfum við íslenskan her? Ólína segir að herleysi sé einmitt styrkur Íslendinga
Fréttir
Í gær

Haaland snéri aftur og tryggði sigur – Hörmungar Arsenal og Maguire hetja United

Haaland snéri aftur og tryggði sigur – Hörmungar Arsenal og Maguire hetja United
Fréttir
Í gær

Afmyndaðist eftir fjögurra ára kókaínnotkun – „Mér hryllti við útliti mínu“

Afmyndaðist eftir fjögurra ára kókaínnotkun – „Mér hryllti við útliti mínu“