fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fréttir

Þurfum við íslenskan her? Ólína segir að herleysi sé einmitt styrkur Íslendinga

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 27. febrúar 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólína Þorvarðardóttir, deildarforseti Félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst, er ósammála kollega sínum, Bjarna Má Magnússyni, deildarforseta lagadeildar sama skóla, þess efnis að Íslendingar þurfi að stofna her og leyniþjónustu.

Bjarni viðraði þessa skoðun sína í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær og sagði að í ljósi breyttra aðstæðna á alþjóðavettvangi geti Ísland ekki lengur verið herlaust ríki.

Sjá einnig: Bjarni Már segir að Íslendingar þurfi að stofna her og leyniþjónustu

Í grein sem Ólína skrifaði á Vísi í gærkvöldi tekur hún undir að aðstæður á alþjóðavettvangi hafi breyst undanfarna mánuði og misseri, kannski sérstaklega eftir innrás Rússa í Úkraínu og kjör Donalds Trumps í embætti Bandaríkjaforseta. Trump hefur enda viðrað allskonar hugmyndir, til dæmis um að taka yfir nágranna okkar á Grænlandi.

Hún bendir þó á að vangaveltur um her á Íslandi séu ekki nýjar af nálinni en staðreyndin sé þó sú að hér á landi hafi verið samstaða um það sjónarmið að stríðsátök og hernaðarbrölt sé ekki farsæl leið fyrir litla og vanmegnuga þjóð í ófriðvænlegum heimi.

„Samstaða með bræðraþjóðum um varnir og öryggi innan ríkjabandalaga eftir diplómatískum leiðum séu vænlegri til árangurs,” segir hún.

Ólína segir einnig að á tímum upplýsingaóreiðu verði hlutverk fjölmiðla og háskólasamfélagsins mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Bendir hún á að við Félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst sé boðið upp á tvær nýjar námslínu sem fjalla um stöðuna í breyttum heimi.

Ólína segir að augljóst megi vera að 400 þúsund manna örþjóð muni aldrei geta komið sér upp burðugum her sem geti veitt minnsta viðnám ef til alvörunnar kæmi gagnvart milljónasamfélögum sem kunna að ásælast land okkar eða auðlindir.

„Okkar styrkur og sterkasta von til að standa af okkur ófrið á alþjóðavettvangi er sú vörn sem felst í alþjóðalögum, evrópskum og norrænum lýðræðishefðum og stjórnfestu – en ekki síst kröfunni um að ákvarðanir sem teknar eru í nafni þjóða séu teknar á forsendum þekkingar, almannaheilla og friðarhyggju. Að hvika frá kröfunni um að þau gildi ráði för jafngildir uppgjöf. Þar með er friðarkröfunni kastað fyrir róða og boðið upp á valdbeitingu með fyrirsjáanlegri niðurstöðu fyrir þann sem lítið afl hefur,“ segir hún.

Hún segir að endingu að það sé engin tilviljun að allt ungviði beri utan á sér varnarleysi á fyrsta skeiði lífsins.

„Í því er fólgin helsta vörn náttúrunnar andspænis hættum heimsins. Í samfélagi þjóða eiga lítil og vanmáttug ríki allt sitt undir góðu samkomulagi við nágrannaríki, samningum og friðsamlegum lausnum. Það er sú staða sem við Íslendingar erum í nú um stundir. Herleysi er styrkur varnarlausrar örþjóðar. Styrkur okkar og von felst í öðru en vopnaskaki. Davíð sigraði ekki Golíat með aflsmunum heldur vitsmunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Björn kom í veg fyrir stórslys á Sandgerðisvegi – „Þetta var rosalegt“

Björn kom í veg fyrir stórslys á Sandgerðisvegi – „Þetta var rosalegt“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Telur Trump vera með skárri stefnu í Úkraínustríðinu en Biden

Telur Trump vera með skárri stefnu í Úkraínustríðinu en Biden
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem Trump birti og er að gera allt brjálað

Sjáðu myndbandið sem Trump birti og er að gera allt brjálað