Rússneski skákmeistarinn Boris Spassky er látinn, 88 ára að aldri. Frá þessu greinir AFP fréttastofan.
Spassky varð heimsmeistari í skák á tímum Sovétríkjanna en hann tapaði titlinum til Bandaríkjamannsins Roberts Fisher í því sem kallað var einvígi aldarinnar, í Laugardalshöllinni í Reykjavík, sumarið 1972.
Árið 1977 lagði Spassky hins vegar að velli tékkneska stórmeistarann Vlastimil Hort í áskorendaeinvígi sem einnig var haldið á Íslandi.
Spassky varð sovéskur landsmeistari tvisvar og vann síðan heimsmeistaratitilinn árið 1969.