Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Þingvallavegi síðastliðinn fimmtudag, var búsettur á Selfossi og hét Kristján Júlíusson. Þetta kemur fram í færslu Lögreglunnar á Suðurlandi.
Kristján, sem var nýorðinn 43 ára gamall, lætur eftir eiginkonu og þrjá unga syni.
Rannsókn slyssins er sögð vel á veg komin í tilkynningu lögreglu en Kristján var ökumaður steypubifreiðar sem valt á veginum við Vaðlækjarveg með þessum hörmulegu afleiðingum.