fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fréttir

Kristján Sívarsson fyrir dóm sakaður um að pynta konu í tíu daga – Notaði nál, hníf, hamar, járnrör, spýtu og hleðslutæki

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 27. febrúar 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalmeðferð verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag í máli sem héraðssaksóknari hefur höfðað á hendur síbrotamanninum Kristjáni Markúsi Sívarssyni fyrir sérsaklega hættulega líkamsárás.

Kristján er sakaður um að hafa misþyrmt konu í að minnsta kosti tíu daga, á dvalarstað sínum í Hafnarfirði, til 10. nóvember 2024. Er hann í ákæru málsins, sem DV hefur undir höndum, meðal annars sakaður um að hafa slegið konuna víðsvegar í líkama og höfuð með hleðslusnúru, hamri, járnröri og tréspýtu, slegið hana í andlitið með kveikjara, lagt logandi sígarettur að hálsi hennar, tekið með höndum um háls hennar og þrengt að, stungið hana í líkamann með sprautunálum, skorið fótleggi hennar með hníf, stigið og traðkað á báðum fótleggjum hennar, sparkað víðsvegar í líkama hennar, hrækt framan í hana og skvett vatni á hana.

Hlaut konan margvíslega áverka af þessum misþyrmingum og sagði hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans að hún hefði aldrei séð aðra eins áverka (Sjá Vísir.is)

Haft var samband við lögreglu frá bráðamóttökunni eftir að konan leitaði aðhlynnningar þar. Sagði hún Kristján hafa veitt sér áverkana og var hann handtekinn á heimili sínu og vettvangur tryggður. Meðal þess sem fannst við húsleit á heimili hans var eitthvað af fíkniefnum og vopnum og er hann einnig ákærður fyrir vörslu þeirra.

Fyrir hönd brotaþola er krafist sex milljóna króna í miskabætur. Að auki er Kristján krafinn um að bæta henni sjúkrakostnað.

Kristján Markús Sívarsson á langan brotaferil að baki. Nýjasti dómurinn yfir honum féll í héraði rétt áður en þetta mál kom upp en þar var hann sakfelldur fyrir ofbeldi gegn konu árið 2022 og dæmdur í 16 mánaða fangelsi.

Sem fyrr segir verður aðalmeðferð í málinu við Héraðsdóm Reykjavíkur næstkomandi mánudag, kl. 9:30.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Þurfum við íslenskan her? Ólína segir að herleysi sé einmitt styrkur Íslendinga

Þurfum við íslenskan her? Ólína segir að herleysi sé einmitt styrkur Íslendinga
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Koma af fjöllum í máli Alfreðs: „Við erum al­veg blind gagn­vart geðsviði LSH“

Koma af fjöllum í máli Alfreðs: „Við erum al­veg blind gagn­vart geðsviði LSH“
Fréttir
Í gær

Bjarni Már segir að Íslendingar þurfi að stofna her og leyniþjónustu

Bjarni Már segir að Íslendingar þurfi að stofna her og leyniþjónustu
Fréttir
Í gær

„Ef ég væri kosinn þá myndi ég ekki semja svona“

„Ef ég væri kosinn þá myndi ég ekki semja svona“