fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fréttir

Ívar Orri kemur til dyranna eins og hann er klæddur – „Ef þú ert ekki sterkur þá ertu aumur“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 27. febrúar 2025 07:30

Ívar Orri Ómarsson Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ívar Orri Ómars­son, sem bauð sig fram í 2. sæti á lista Lýðræðis­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður fyr­ir síðustu Alþingiskosningar segir sannan styrk felast í að klæðast eigin skinni án þess að skammast sín. Öll séum við að burðast með eitthvað og það sé styrkur að setja egóið til hliðar.

„Það er ekki auðvelt að koma til dyranna eins og maður er klæddur. Við burðumst öll með eitthvað sem við skömmumst okkar fyrir og það þarf styrk til að geta sett egóið til hliðar.

Sannur styrkur er að klæðast eigin skinni án þess að skammast sín. Að vera 100% þú sjálfur án þess að spá hvað öðrum finnst um þig. Þá fyrst er maður frjáls. Og þá fyrst nær maður að vinna í veikleikunum sem eru að hindra vöxtinn sem þarf að eiga sér stað. Það er erfitt að vinna í því sem maður afneitar. Það þarf styrk til að horfast í augu við sjálfan sig og breyta því sem þarf að breyta.“

Ívar Orri Ómarsson
Mynd: Facebook

Í færslu á Facebook listar Ívar Orri upp það sem hann telur merki um styrk:

„Fyrir mér er styrkur….

Að koma til dyranna eins og maður er klæddur.

Að halda alltaf áfram sama hvað.

Að hafa óhaggandi trú á sjálfum sér þrátt fyrir mótlæti.

Að mæta til leiks sama hvernig manni líður.

Að láta engann stoppa sig.

Að harka allt af sér.

Að sjá alltaf ljósið í myrkrinu.

Að gefast ALDREI upp.“

Hann segir að ein besta leiðin til að temja hugann sé að þjálfa líkamann. 

„Að láta sig hafa erfiðleikana. Að fara á æfingu þrátt fyrir tilfinningalegt ástand. Að halda rútínu. Borða heilsusamlega. Bera virðingu fyrir sjálfum sér. Því meiri sjálfsvirðing því meiri styrkur. Styrkur til að segja nei. Styrkur til að setja mörk. Styrkur til að vera heiðarlegur. Styrkur til að opna hjartað. Styrkur til að velja rétt. Styrkur til að passa upp á þá sem þú elskar.

Ef þú ert ekki sterkur þá ertu aumur. Lífið er of stutt til að vera aumur. Í styrknum leynist hamingjan. Í erfiðleikumum felur árangurinn sig. Allt sem þú vilt er hinu megin við það sem þú forðast að gera.

VERTU STERKUR.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn kom í veg fyrir stórslys á Sandgerðisvegi – „Þetta var rosalegt“

Björn kom í veg fyrir stórslys á Sandgerðisvegi – „Þetta var rosalegt“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Telur Trump vera með skárri stefnu í Úkraínustríðinu en Biden

Telur Trump vera með skárri stefnu í Úkraínustríðinu en Biden
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem Trump birti og er að gera allt brjálað

Sjáðu myndbandið sem Trump birti og er að gera allt brjálað