fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Fréttir

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. febrúar 2025 06:24

Donald Trump Bandaríkjaforseti. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur boðað það að ríkum útlendingum muni brátt standa til boða að kaupa svokallað gullkort til að starfa og búa í Bandaríkjunum. Verðmiðinn á kortinu verði 5 milljónir bandaríkja dala sem eru um 700 milljónir króna. Það geti síðan leitt til þess að auðkýfingarnir fái ríkisborgararétt í Bandaríkjunum.

„Við höfum verið með græna kortið en þetta verður gyllta kortið,“ sagði Trump á blaðamannafundi í gær.

Sagði hann söluna á kortunum myndi hefjast eftir um tvær vikur og bjóst hann við því að mikil ásókn yrði í slík kort. Milljónir slíkra korta myndu seljast.

Aðspurður hvort að hann myndi selja slík kort til rússnesnkra olígarka sagði Trump: „Já, mögulega. Ég þekki nokkra rússneska olígarka og þeir eru mjög gott fólk,“ sagði Trump.

Viðskiptaráðherrann Howard Lutnick útskýrði síðan að gerð yrði bakgrunnsrannsókn á umræddum auðkýfingum til að tryggja að þeir væru „frábærir heimsborgarar“.

Hið gyllta kort mun koma í stað svokallaðrar EB-5-leiðar sem ýtt var úr vör árið 1992 og veitir útlendinngum sem fjárfesta í Bandaríkjunum, fyrir um eina milljón dollara, möguleika á því að öðlast græna kortið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Möguleiki á eldingaveðri í kvöld og til morguns

Möguleiki á eldingaveðri í kvöld og til morguns
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Miðflokksmenn hrifnastir af yfirtöku Bandaríkjanna á Grænlandi – Langflestir Íslendingar á móti

Miðflokksmenn hrifnastir af yfirtöku Bandaríkjanna á Grænlandi – Langflestir Íslendingar á móti
Fréttir
Í gær

Frakkar slegnir vegna réttarhalda yfir lækni sem var hroðalegur barnaníðingur – Ætluð fórnarlömb um 300

Frakkar slegnir vegna réttarhalda yfir lækni sem var hroðalegur barnaníðingur – Ætluð fórnarlömb um 300
Fréttir
Í gær

Tvær konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Tvær konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot
Fréttir
Í gær

Hilmar Þór segir Trump þann eina sem geti bundið enda á stríðið í Úkraínu – Þetta er ástæðan

Hilmar Þór segir Trump þann eina sem geti bundið enda á stríðið í Úkraínu – Þetta er ástæðan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar svaraði fyrir sig eftir að Össur lét hann heyra það

Einar svaraði fyrir sig eftir að Össur lét hann heyra það
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn gefst ekki upp og hjólar enn á ný í Þorgrím – „Við græðum nákvæmlega ekkert á að gagnrýna hann“

Þorsteinn gefst ekki upp og hjólar enn á ný í Þorgrím – „Við græðum nákvæmlega ekkert á að gagnrýna hann“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil sorg eftir umfangsmikil skemmdarverk á liðsrútu Aftureldingar – „Það er óskiljanlegt að þannig fólk sé til“

Mikil sorg eftir umfangsmikil skemmdarverk á liðsrútu Aftureldingar – „Það er óskiljanlegt að þannig fólk sé til“