fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Fréttir

Hefur áhyggjur af launahækkunum kennara

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. febrúar 2025 14:30

Sigríður Margrét Oddsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við óskum kennurum til hamingju með nýjan samning en við höfum verulegar áhyggjur af því hvort innistæða sé fyrir svona miklum launahækkunum. Við veltum því líka fyrir okkur hver á að borga,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í viðtali við RÚV.

Samningur sem kennarafélögin og samninganefnd sveitarfélaganna skrifuðu undir í gærkvöld felur í sér 24% launahækkun á fjögurra ára tímabili, þar af 8% hækkun strax.

Sigríður telur þessar hækkanir langt yfir því svigrúmi sem er almennt til launahækkana á vinnumarkaðnum:

„Svigrúmið til launahækkana almennt er svona á bilinu þrjú og hálft til fjögur prósent. Það er það svigrúm sem samræmist verðstöðugleika í landinu. Það er það svigrúm sem jafngildir framleiðniaukningu. Við vitum það að ef við hækkum laun umfram þetta svigrúm fáum við það til baka í hærri verðbólgu og hærri vöxtum.“

Sigríður hefur áhyggjur af áhrifum þessa samnings á verðbólguþróun og óttast að hann geti valdið launaskriði:

„Okkar mat er það að hið opinbera eigi að hætta leiða launaþróun í þessu landi. Við sáum að hið opinbera gerði það í síðustu samningum, lífskjarasamningum, það er bara kominn tími til að skipta um vinnubrögð,“ segir Sigríður Margrét í viðtali við RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Bjarni Már segir að Íslendingar þurfi að stofna her og leyniþjónustu

Bjarni Már segir að Íslendingar þurfi að stofna her og leyniþjónustu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Ef ég væri kosinn þá myndi ég ekki semja svona“

„Ef ég væri kosinn þá myndi ég ekki semja svona“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir
Fréttir
Í gær

Ráðuneytið segir Dalvíkurbyggð ekki hafa fylgt reglum en ætlar ekki að gera neitt í því

Ráðuneytið segir Dalvíkurbyggð ekki hafa fylgt reglum en ætlar ekki að gera neitt í því
Fréttir
Í gær

Tryggvi deilir 10 lífslexíum sem hann lærði í lögreglunni – „Miðaldra konur áreita karlkyns lögreglumenn mest“

Tryggvi deilir 10 lífslexíum sem hann lærði í lögreglunni – „Miðaldra konur áreita karlkyns lögreglumenn mest“
Fréttir
Í gær

Frakkar slegnir vegna réttarhalda yfir lækni sem var hroðalegur barnaníðingur – Ætluð fórnarlömb um 300

Frakkar slegnir vegna réttarhalda yfir lækni sem var hroðalegur barnaníðingur – Ætluð fórnarlömb um 300
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvær konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Tvær konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot