fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Fréttir

Dagsektir verði lagðar á Hringdu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. febrúar 2025 12:30

Mynd: Skjáskot/Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir nokkrum dögum tilkynnti Fjarskiptastofa um þá ákvörðun sína að leggja dagsektir á fjarskiptafyrirtækið Hringdu ehf. á þeim grundvelli að fyrirtækið hafi ekki veitt stofnuninni þær upplýsingar sem hún hafi farið fram á að fá afhentar.

Í ákvörðuninni kemur fram að í október 2024 sendi Fjarskiptastofa tölvupóst til Hringdu og kallaði eftir tölfræðiupplýsingum í tengslum við skoðun á skráningu endanotenda í símaskrá. Meðfylgjandi var einnig Excel-skjal með spurningalista sem stofnunin bað fjarskiptafélagið að svara.

Í ákvörðuninni segir að ekki hafi borist svör frá Hringdu. Lokaítrekun var send í janúar síðastliðnum og í henni kom fram áminning um að stofnunin hefði samkvæmt lögum heimild til að leggja á dagsektir ef fjarskiptafyrirtæki veittu ekki stofnuninni þær upplýsingar sem þeim væri skylt að veita. Hringdu var gefinn lokafrestur fram til 4. febrúar 2025 til að afhenda umbeðnar upplýsingar en varð ekki við því.

Fjarskiptastofa segir að hafi upplýsingarnar ekki verið afhentar þann 19. mars næstkomandi verði lagðar 75.000 króna dagsektir á Hringdu. Sektað verði fyrir hvern dag sem líði án þess að upplýsingarnar séu afhentar. Upphaf dagsekta muni miðast við 20. mars og verði uppsöfnuð sektarfjárhæð innheimt mánaðarlega þar til upplýsingaskyldunni hafi verið fullnægt.

Tekið er fram að ákvörðunin sé kæranleg til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála en að einnig sé hægt að kæra hana beint til dómstóla. Það fresti þó ekki réttaráhrifum ákvörðunarinnar.

Engar upplýsingar eru á heimasíðu Fjarskiptastofu um að Hringdu hafi komið upplýsingunum til skila eftir að tilkynnt var um ákvörðunina.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Nígeríumaður gripinn í Leifsstöð

Nígeríumaður gripinn í Leifsstöð