fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Fréttir

Afmyndaðist eftir fjögurra ára kókaínnotkun – „Mér hryllti við útliti mínu“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 26. febrúar 2025 17:30

Kelly eyddi 11 milljónum króna í kókaín.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona á fertugsaldri missti nefið eftir að hafa notað kókaín daglega í nokkur ár. Hún þurfti að fara í aðgerð til að láta endurbyggja nefið.

Tímaritið People greinir frá þessu.

Kelly Kozyra, 38 gömul bandarísk kona frá borginni Chicago, sagði sögu sína sem endaði með þessum alvarlegu afleiðingum. Hún byrjaði að nota kókaín árið 2017 og varð fljótlega háð því.

„Mér fannst ég ekki vera að nota það mikið, en þetta var mjög mikið,“ sagði Kelly. Á tveimur árum eyddi hún 80 þúsund dollurum í kókaín. Það gera rúmar 11 milljónir íslenskra króna. En fjárhagslegi skaðinn var hjómið eitt miðað við þann toll sem efnið tók af líkama hennar.

„Eftir þrjá mánuði af daglegri neyslu fór ég að finna fyrir blæðingum í nefinu og var farin að snýta bitum af húð. Ég tók eftir því að brjóskið á milli nasanna var byrjað að rýrna en ég hugsaði með mér að þetta hlyti að lagast af sjálfu sér þannig að ég hélt áfram að sjúga upp í nefið,“ sagði Kelly.

Aðlagaði neysluna að nefinu

Að lokum hvarf allt brjóskið á milli nasanna á henni. Ekki nóg með það þá byrjaði brjóskið í nefinu sjálfu að rýrna og rofna. Einn daginn var komið gat á utanvert nefið og gatið stækkaði og stækkaði uns það var á stærð við krónupening.

Hætti Kelly þá að nota kókaín? Nei, aldeilis ekki. Hún aðlagaði neysluna að hinu síhrörnandi nefi sínu.

„Það kom að því að ég þurfti að troða litla fingri upp í nefið til þess að halda kókaíninu kjurru svo það myndi ekki leka út um holuna,“ sagði Kelly.

Hryllti við útlitinu

Kókaín getur valdið sýkingum og bólgum í nefi. Í verstu tilfellunum, eins og hjá Kelly, myndast drep.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by People Magazine (@people)

„Ég sagði fólki að ég væri með sýkingu í ennis og kinnholum og laug mig út úr öllu,“ sagði Kelly. „Mér hryllti við útliti mínu.“

Fimmtán aðgerðir

Kelly sigraðist loks á kókaínfíkn sinni árið 2021 og hefur verið á beinu brautinni síðan. Þá hafði hún aðeins notað kókaín í um fjögur ár en nefið var beinlínis horfið. Þurfti hún að fara í 15 aðgerðir til þess að byggja upp nefið á ný.

„Mér finnst það hjálpa mér og öðrum að vera opin með þetta,“ sagði Kelly sem ætlar að verða meðferðarráðgjafi. „Kókaín eyðilagði allt í lífi mínu, þar á meðal nefið mitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Bjarni Már segir að Íslendingar þurfi að stofna her og leyniþjónustu

Bjarni Már segir að Íslendingar þurfi að stofna her og leyniþjónustu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Ef ég væri kosinn þá myndi ég ekki semja svona“

„Ef ég væri kosinn þá myndi ég ekki semja svona“
Fréttir
Í gær

Ráðuneytið segir Dalvíkurbyggð ekki hafa fylgt reglum en ætlar ekki að gera neitt í því

Ráðuneytið segir Dalvíkurbyggð ekki hafa fylgt reglum en ætlar ekki að gera neitt í því
Fréttir
Í gær

Tryggvi deilir 10 lífslexíum sem hann lærði í lögreglunni – „Miðaldra konur áreita karlkyns lögreglumenn mest“

Tryggvi deilir 10 lífslexíum sem hann lærði í lögreglunni – „Miðaldra konur áreita karlkyns lögreglumenn mest“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Frakkar slegnir vegna réttarhalda yfir lækni sem var hroðalegur barnaníðingur – Ætluð fórnarlömb um 300

Frakkar slegnir vegna réttarhalda yfir lækni sem var hroðalegur barnaníðingur – Ætluð fórnarlömb um 300
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvær konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Tvær konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot