Aðalmeðferð var í Héraðsdómi Reykjaness í gær í nauðgunarmáli, en þinghald er lokað.
Samkvæmt ákæru héraðssaksóknara eru tveir menn ákærðir fyrir nauðgun, með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 3. febrúar, á dvalarstað annars mannsins, haft samræði við konu án hennar samþykkis, og beitt hana ólögmætri nauðgun með því að notafæra sér ölvunarástand hennar. Höfðu þeir samræði við konuna hvor í sínu lagi en hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga.
Héraðssaksóknari krefst þess að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Brotaþoli krefst þess að hvor maður um sig greiði henni þrjár milljónir króna í miskabætur.
Búast má við að dómur falli í málinu eftir um fjórar vikur.