fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Fréttir

Segja Ragnar Þór hafa þegið biðlaun upp á um 10 milljónir króna samhliða þingfarakaupi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. febrúar 2025 08:34

Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks Fólksins og fyrrverandi formaður VR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfslokauppgjör Ragnars Þórs Ingólfssonar frá VR, biðlaun og ótekið orlof, nam um 10 milljónum króna samkvæmt frétt Morgunblaðsins í morgun. Þar kemur fram að Ragnar Þór, sem settist á þing fyrir Flokk fólksins eftir síðustu alþingiskosningar, hefði getað afþakkað biðlaunin í ljósi þess að hann var kominn með nýja vinnu á Alþingi.

Það gerði Ragnar Þór hins vegar ekki. Hann átti rétt á sex mánaða biðlaunum samkvæmt ráðningasamningi og óskaði hann eftir eingreiðslu þeirra og hefur uppgjörið þegar farið fram.

Fréttin hefur vakið nokkra athygli og einn þeirra sem deildi henni er Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður.

„Ragnar Þór Ingólfsson er eins og svínin í Dýrabæ. Tekur mikið til sín af félagsmönnum í VR og skattgreiðendum samtímis. Er jafnari en aðrir launþegar. Þetta uppgjör samrýmist illa almennu reglum varðandi laun í uppsagnarfresti hjá félagsmönnum VR.Einhvern tíma hefði Ragnar Þór verkalýðsforkólfur hrópað spilling, spilling ….. og Inga Sæland og fleiri þeim lík tekið undir,“ skrifar Sigurður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Egill sorgmæddur og spyr: „Hvað er hægt að gera?“

Egill sorgmæddur og spyr: „Hvað er hægt að gera?“
Fréttir
Í gær

Dóttir Mána varð fyrir árás með stíflueyði: „Öm­ur­legt að eft­ir allt þetta þá er það hún sem sit­ur uppi með að þurfa að skipta um skóla“

Dóttir Mána varð fyrir árás með stíflueyði: „Öm­ur­legt að eft­ir allt þetta þá er það hún sem sit­ur uppi með að þurfa að skipta um skóla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tóku af tryggingunni vegna dularfullra „skemmda“ sem ekki fengust skýringar á

Tóku af tryggingunni vegna dularfullra „skemmda“ sem ekki fengust skýringar á
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verslunareigandi með skilaboð til barnungra innbrotsþjófa – Komið og vinnið í einn, tvo daga og málið fer ekki til lögreglu

Verslunareigandi með skilaboð til barnungra innbrotsþjófa – Komið og vinnið í einn, tvo daga og málið fer ekki til lögreglu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum