Héraðssaksóknari hefur ákært tvær brasilískar konur fyrir stórfellt fíkniefnabrot en þær reyndu að smygla inn til landsins rúmlega 3,6 kg af kókaíni.
Konurnar eru Bruna Muniz Da Silva, fædd árið 1999, og Anna Thayssa Dominingues Santana O Menezes, fædd árið 1992.
Konurnar fluttu efnin í farþegaflugi frá Barselóna á Spáni til Keflavíkurflugvallar og voru þau falin innanklæða á þeim við komu þeirra til landsins. Gerðist þetta aðfaranótt 25. nóvember árið 2024.
Fyrirtaka verður í málinu við Héraðsdóm Reykjaness á morgun, 25. febrúar.