fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Hrollvekjandi spá sérfræðings – Í versta falli erum við að tala um mánuði

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. febrúar 2025 04:10

Úkraínskir hermenn. Mynd/Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Austurríski hernaðarsérfræðingurinn Gustav Gressel telur að stutt sé í stórstyrjöld í Evrópu og segir að í versta falli séu aðeins nokkrir mánuðir í að slík styrjöld brjótist út. Það segir hann að geti orðið staðreyndin ef Úkraína fellur í hendur Rússum.

Stríðstrommurnar dynja í Evrópu á meðan Donald Trump reynir að semja um frið í stríðinu í Úkraínu við Rússa. Orðrómar segja að Rússar krefjist ekki bara mikillar eftirgjafar af hálfu Úkraínu, þeir vilji einnig að Bandaríkjamenn dragi sig alfarið frá Austur-Evrópu og í heildina má segja að grunnstoðir NATÓ standi á brauðfótum þessa dagana. Þetta hefur valdið miklum titringi og áhyggjum innan NATÓ og ESB.

Eftir því sem austurríski hernaðarsérfræðingurinn Gustav Gressel segir, þá hringja allar aðvörunarbjöllurnar núna. Hann er sérfræðingur í málefnum Rússlands og hergagnaiðnaðarins.

Hann óttast að Rússar muni fljótlega láta reyna á samstöðu NATÓ-ríkjanna.

„Af hverju ætti Pútín að láta þetta tækifæri ónotað? Ef það verðar frjálsar og heiðarlegar forsetakosningar í Bandaríkjunum eftir fjögur ár, þá kjósa Bandaríkjamenn kannski annan forseta og núna eru ESB-ríkin að byggja upp heri sína og endurlífga hergagnaframleiðsluna. Munu þeir bíða? Nú erum við með bandarískan forsetann sem vill ekki verja Evrópu. Þess vegna segi ég að Rússar muni gera árás um leið og þeir hafa gert út af við Úkraínu,“ sagði Gressel að sögn Ekstra Bladet.

Hann sagði það aðeins tímaspursmál hvenær Rússar sigra í stríðinu í Úkraínu ef Bandaríkjamenn hætta stuðningi sínum við Úkraínu en flest bendir nú til að þeir muni gera það. Hann telur að Donald Trump geti ekki samið um frið í Úkraínu og telur að Úkraínumenn geti aðeins haldið út á vígvellinum í eitt ár til viðbótar án stuðnings frá Bandaríkjunum.

„Rússar munu að sjálfsögðu ráðast á Evrópu. Þeir mun líklega ekki gera það eins og Sovétríkin höfðu í hyggju með stórri árás. Þeir munu þess í stað ráðast á eitt land í upphafi,“ sagði hann og bætti við að hann telji líklegt að það verði eitthvert af Eystrasaltsríkjunum.

Hann benti á að áður en Rússar réðust inn í Úkraínu hafi þeir ekki bara gert kröfu um að Úkraína sé hlutlaust ríki, þeir hafi einnig krafist þess að NATÓ myndi draga sig frá Austur-Evrópu. Þetta hafi því aldrei snúist um Úkraínu eina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök