fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

ESA skammar Íslendinga – Fjórtán óleyfilegar kjötsendingar frá Bandaríkjunum

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 24. febrúar 2025 15:30

Kjötsendingar streymdu til landsins án leyfis.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný skýrsla ESA sýnir að eftirlit með innflutningi dýraafurða er ekki alltaf nógu gott. Meðal annars hafa sendingar á kjöti frá Bandaríkjunum komið til landsins eftirlitslausar.

Fjallað er um nýja eftirlitsskýrslu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) í vefmiðlinum Food Safety News. En stofnunin kannaði öryggi innflutnings dýraafurða í september á síðasta ári. Í henni kemur fram að Íslendingar hafi vissulega bætt eftirlit sitt síðan síðasta skýrsla var gerð, árið 2017, en enn þá séu brotalamir í eftirlitinu, bæði hvað varðar skráningu og sýnatöku.

Þrír af fjórum ókannaðir

Í eftirlitsferðinni var kannað hvernig innflutningi dýraafurða er háttað frá löndum utan EES svæðisins. Kom þar meðal annars fram að skráningu væri í einhverjum tilfellum ábótavant. Það er að vörur væru ekki endilega rétt merktar.

Að mati ESA veldur þessi skortur á skjalfestum verklagsreglum til ósamræmis og að villur séu gerðar í opinberu eftirliti sem verði að vera til staðar. Þetta auki hættuna á að óöruggar vörur komist á markað á Íslandi.

Fram kemur að Matvælastofnun (MAST) hafi aðgang að gagnagrunni tollyfirvalda, það er Tollalínunnar. Þar sé hægt að sjá þær sendingar sem hafi verið tollafgreiddar til landsins.

ESA kannaði fjóra lista af tollafgreiddum vörum og kom í ljós að þrír þeirra hefðu verið afgreiddir án þess að MAST hefði kannað þá.

Fjórtán kjötsendingar frá Bandaríkjunum

Eitt dæmið sem nefnt er varðar fjórtán kjötsendingar frá Bandaríkjunum árið 2024. Þessar sendingar voru sendar til eldhúss á Keflavíkurflugvelli sem útbjó máltíðir fyrir flugfarþega til Bandaríkjanna.

MAST hafði látið viðkomandi innflutningsfyrirtæki vita árið 2022 að undanþága sem það hafði verið með væri fallin úr gildi. Engu að síður héldu þessar sendingar áfram að berast enda höfðu tollyfirvöld ekki vitneskju um þetta og engum flöggum var flaggað.

Að sögn ESA hefur MAST lofað að þetta verði bætt. Það er að unnið sé að línu á milli MAST og tollyfirvalda þannig að ekki verði hægt að afgreiða sendingar dýraafurða án leyfisnúmers frá MAST. Þetta kerfi eigi að taka gildi í síðasta lagi í nóvember á þessu ári.

Ekki nógu mörg sýni tekin

Einnig tóku fulltrúar ESA eftir því að prófanir voru ekki alltaf gerðar í samræmi við eftirlitsáætlun sem gerð var árið 2023. Það er að ekki væru tekin nægilega mörg sýni til þess að senda á rannsóknarstofu.

Að sögn MAST er ástæðan fyrir þessu það að lítið magn dýraafurða væri flutt inn. Sýni væru ekki alltaf innsigluð til að koma í veg fyrir að átt sé við þau.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tillögunni hafnað og kennarar um allt land ganga út

Tillögunni hafnað og kennarar um allt land ganga út
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“