fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025
Fréttir

Bubbi varar við svikahröppum í sínu nafni – „Engin leið að mér virðist til að stöðva þetta“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 24. febrúar 2025 13:30

Bubbi Morthens

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens varar fólk við svikahröppum sem reyna að blekkja fólk á gerviaðgöngum í nafni hans á Facebook og Instagram. 

„Enn og aftur að gefnu tilefni það eru tvær síður hér á fésinu sem tilheyra mér þessi og svo hin opinbera síða sem er auðkennd með blárri stjörnu. Þessi síða er með um 5000 meðlimi hin er með eitthvað í kringum 17-18 þúsund,“ 

skrifar Bubbi á Facebooksíðu sína, en á hefðbundnum síðum á Facebook er vinahámarkið 5000. Bubbi er því eins og margir þekktir einstaklingar með svokallaða Like-síðu þar sem vinafjöldinn getur orðið meiri. 

Óprúttnir einstaklingar hafa hins vegar tekið upp á því að stofna síður í nafni Bubba og nota myndir af honum og fjölskyldu, allt til þess að blekkja fólk og jafnvel hafa af þeim pening. 

„Það eru nokkrar síður þarna með myndum af mér og fólki mínu það eru óprúttnir aðilar sem eru að pretta fólk reyna komast yfir pening eða annað. Sumar hafa náð í smá fjölda til sín.“ 

Segir Bubbi að engin leið virðist til að stoppa þetta, en um leið og samskipti hefjist megi sjá að maðkur er í mysunni.

„Það er engin leið að mér virðist til að stöðva þetta þannig það eru instagram prófílar 1-2 núna og kringum 3 prófílar á fésinu sem eru með front sem lúkkar með myndum af börnum mínum eiginkonu af okkur saman og allt það.

Hins vegar kemur strax í ljós þegar samskipti hefjast á bjagaðri íslensku að ekki er allt sem sýnist mér þykir leiðinlegt ef einhverjir láta glepjast.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Aftur unnin skemmdarverk á regnbogafána í leikskóla í Hafnarfirði

Aftur unnin skemmdarverk á regnbogafána í leikskóla í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Jökull er búinn að fá nóg af lausum köttum – „Og það versta er you coul’nt care less…“

Jökull er búinn að fá nóg af lausum köttum – „Og það versta er you coul’nt care less…“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fleiri Íslendingar hlynntir aðild að ESB en andvígir

Fleiri Íslendingar hlynntir aðild að ESB en andvígir
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tengdamömmunni misboðið: „Ég vil helst að hún standi í pontu Alþing­is og biðji mig afsökunar þar“

Tengdamömmunni misboðið: „Ég vil helst að hún standi í pontu Alþing­is og biðji mig afsökunar þar“
Fréttir
Í gær

Bandarískir ferðamenn sagðir sýna ótrúlegan dónaskap á Íslandi – „Hún sló í myndavélina mína með göngustafnum“

Bandarískir ferðamenn sagðir sýna ótrúlegan dónaskap á Íslandi – „Hún sló í myndavélina mína með göngustafnum“
Fréttir
Í gær

Þóra segir að byltingin sé nú búin að éta börnin sín – „Við lentum í því að vóka yfir okkur“ 

Þóra segir að byltingin sé nú búin að éta börnin sín – „Við lentum í því að vóka yfir okkur“ 
Fréttir
Í gær

Upplifði martröð eftir að hafa leigt húsið út á Airbnb

Upplifði martröð eftir að hafa leigt húsið út á Airbnb
Fréttir
Í gær

Rússland vill friðarsamninga en ekki vopnahlé – „Stundum eru samningar skárri kostur en vopnasendingar“

Rússland vill friðarsamninga en ekki vopnahlé – „Stundum eru samningar skárri kostur en vopnasendingar“