fbpx
Sunnudagur 30.mars 2025
Fréttir

Segir Flokk fólksins skorta auðmýkt

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 23. febrúar 2025 08:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sif Sigmarsdóttir rithöfundur og fyrrum blaðakona gagnrýnir Flokk fólksins í nýjasta pistli sínum fyrir Heimildina. Vísar hún til viðbragða flokksins við gagnrýninni fjölmiðlaumfjöllun og segir þau til marks um að flokkinn skorti auðmýkt gagnvart nýfengnu valdi sínu, með þátttöku í ríkisstjórn.

Heimir Már Pétursson tók nýlega við starfi upplýsingafulltrúa þingflokks Flokks fólksins auk þess að vera orðinn framkvæmdastjóri þingflokksins. Eins og kunnugt er hefur Heimir Már að baki margra ára störf sem fréttamaður. Sif segir hann hafa byrjað með hvelli í nýja starfinu og vísar þar til greinar sem Heimir skrifaði um umfjöllun Morgunblaðsins um framlög úr ríkissjóði til Flokks fólksins sem voru ekki að fullu í samræmi við laganna bókstaf.

Kallaði Heimir Már til dæmis blaðamenn Morgunblaðsins eiturpenna og sagði þá án alls siðgæðis. Heimir Már taldi umfjöllunina eiga að koma Sjálfstæðisflokknum til góða og betur færi á því að sá flokkur myndi viðurkenna ósigur sinn í síðustu kosningum í auðmýkt.

Sif minnir á að í ljós hafi komið að eins og Flokkur fólksins hafi Sjálfstæðisflokkurinn þegið styrki frá ríkinu án þess að vera rétt skráður en fleira sé sameiginlegt með flokkunum:

„Heimir hefur vissulega á réttu að standa; líklega reyndist það Sjálfstæðisflokknum betur að mæta ósigri sínum af meiri auðmýkt. Það sama mætti hins vegar segja um Flokk fólksins og kosningasigur hans.“

Vanda sig

Sif rifjar einnig upp að Sigurjón Þórðarson þingmaður Flokks fólksins hafi sagt það réttast að endurskoða styrki ríkisins til Morgunblaðsins í kjölfar umfjöllunar blaðsins um styrkjamál flokksins. Hún rifjar einnig upp umfjöllun Vísis um að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafi hellt sér yfir skólastjóra Borgarholtsskóla og fyrstu viðbrögð Ingu hafi verið að segja við fréttamann Vísis að málið kæmi honum ekki við.

Hafa ber þó í huga að Inga baðst í kjölfarið afsökunar á samskiptum sínum við skólastjórann en neitaði því þó að hafa sagt við hann að hún ætlaði að beita sér í málinu í krafti stöðu sinnar.

Sif segir öll þessi viðbrögð liðsmanna Flokks fólksins sýna fram á skort á auðmýkt:

„Það er ekki aðeins Sjálfstæðisflokkinn sem skortir auðmýkt. Flokk fólksins skortir auðmýkt gagnvart nýfengnu valdi sínu. Í stað þess að líta í eigin barm kennir flokkurinn „öðrum en sjálfum sér um hvernig komið er fyrir þeim“ og skýtur sendiboðann – fjölmiðla.“

Hvetur Sif að lokum flokkinn til að vanda til verka fremur en að bauna á fjölmiðla.

Pistilinn í heild er hægt að nálgast hér:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Næstu dagar voru hræðilegir vegna fráhvarfseinkenna“

„Næstu dagar voru hræðilegir vegna fráhvarfseinkenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskir og breskir skipstjórar hittust í fyrsta sinn síðan í þorskastríðunum – Notuðu kartöflur sem vopn

Íslenskir og breskir skipstjórar hittust í fyrsta sinn síðan í þorskastríðunum – Notuðu kartöflur sem vopn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur felldi niður refsingu nauðgara

Landsréttur felldi niður refsingu nauðgara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útsmognir þjófar á ferð: „Það var eins og hann væri að stimpla sig inn til vinnu“

Útsmognir þjófar á ferð: „Það var eins og hann væri að stimpla sig inn til vinnu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir eiga von á sekt eftir að lögregla var með eftirlit í Breiðholti

Margir eiga von á sekt eftir að lögregla var með eftirlit í Breiðholti