fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Mikil sorg eftir umfangsmikil skemmdarverk á liðsrútu Aftureldingar – „Það er óskiljanlegt að þannig fólk sé til“

Jakob Snævar Ólafsson
Sunnudaginn 23. febrúar 2025 13:00

Svona leit framrúðan út eftir skemmdarverkin. Mynd: Garðar Smárason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmönnum og starfsliði meistaraflokks karla í fótbolta hjá Aftureldingar brá verulega í brún snemma morgun þegar liðið mætti á bílastæðið við íþróttamiðstöðina að Varmá í Mosfellsbæ. Förinni var heitið á Keflavíkurflugvöll þaðan sem átti að fljúga til Spánar í æfingaferð. Ætlunin var að ferðast með liðsrútunni sem hefur þjónað liðinu dyggilega síðustu 15 árin. Allar rúður í henni höfðu hins vegar verið brotnar og líkur eru á að ekki muni takast að skipta um þær allar vegna aldurs rútunnar. Sorgin er mikil meðal aðstandenda liðsins ekki síst hjá bílstjóranum sem hefur lagt mikið á sig í sjálfboðavinnu við að halda 40 ára gamalli rútunni við. Eiginkona hans höfðar til samvisku skemmdarvarganna og hvetur þá til að gefa sig fram.

Hjónin Hanna Símonardóttir og Einar Magnússon hafa verið burðarásar í sjálfboðaliðastarfi Aftureldingar í fjölda ára en sonur þeirra Magnús er þjálfari meistaraflokks karla í fótbolta hjá félaginu. Einar hefur lagt mikla vinnu í að halda rútunni við auk þess að aka henni í öllum ferðum meistaraflokksins innanlands.

DV hafði samband við Hönnu og hún fer ekkert í grafgötur með að skemmdarverkin séu mikið áfall fyrir þau hjónin:

„Bara „next level“ bugun ef maður slettir.“

Engin rúða til

Hanna segir það versta í málinu sé að ekki sé til framrúða á lausu í heiminum til að setja í rútuna í staðinn fyrir þá sem var skemmd. Hún segir rútuna 41 árs gamla en félagið hafi keypt hana 2010 og Einar hafi dekrað við hana síðan og þess vegna hafi hún verið í góðu standi þrátt fyrir aldurinn. Hanna segir rútuna líklega aldrei hafa verið í jafn góðu ásigkomulagi þar til Einar kom að henni í nótt þegar hann ætlaði að keyra liðið upp á Keflavíkurflugvöll. Hanna segir hann alltaf leggja rútunni á bílastæðið við íþróttamiðstöðina að Varmá daginn áður en hann á að keyra liðið. Það hafi hann gert í fjölda skipta og það hafi aldrei neitt komið upp á fyrr en núna.

Það er því útlit fyrir að rútan verði ónothæf framvegis þar sem ekki virðist hægt að finna nýja framrúðu vegna aldurs rútunnar:

„Við þurfum verulega lukku með okkur í lið ef við ætlum að finna rúðu í heiminum nema við getum fundið rútu sem er keypt til að ná rúðunni úr. Ég veit það ekki. Þetta er bara algert sjokk.“

Ljóst er að skemmdarverkin hafa fengið mikið á Einar sem hefur gert rútuna upp og haldið henni við, auk þess að keyra hana, síðustu 15 árin og allan þann tíma í sjálfboðavinnu.

Samviska

Skemmdarverkin hafa verið kærð til lögreglu og vill Hanna hvetja fólk sem hefur upplýsingar um þau að hafa samband þangað en hún vill þó ekki síður höfða til samvisku þeirra sem bera ábyrgð á eyðileggingunni;

„Ég get bara ekki trúað því að þeir sem framkvæmdu þetta í nótt að þeir geti litið glaðan dag í dag og næstu daga ef þeir hafa einhvern vott af samvisku. Að hafa valdið öðrum svona miklu tjóni og ætla að halda áfram í lífinu án þess að lágmarki biðjast afsökunar og helst að koma að því að reyna að bæta þetta. Það er óskiljanlegt að þannig fólk sé til. Ég verð bara að koma því á framfæri það er bara það sem við vonumst til, að sökudólgarnir búi yfir einhverjum votti af samvisku og gefi sig fram.“

Hér fyrir neðan má sjá aðra mynd af skemmdarverkunum:

Mynd: Garðar Smárason

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni