fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fréttir

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. febrúar 2025 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Már Pétursson, framkvæmdastjóri Flokks fólksins, sakar Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómara, um að leggjast við neðstu skör Gróu á Leiti og dreifa ómerkilegum slúðursögum um Flokk fólksins og formann hans í Morgunblaðinu.

Jón Steinar vék að styrkjamálum flokksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu á miðvikudag. Þar sagði meðal annars:

„Morgunblaðið hefur aðallega sýnt fram á að Flokkur fólksins hefur ekki framvísað gögnum sem leggja þarf fram til að eiga rétt á framlögum. Þetta eru auðvitað þarfar upplýsingar þegar athugað er hvort þessi framboðsaðili hafi uppfyllt skilyrði til að fá styrki. Hefur blaðið sýnt fram á að svo hefur ekki verið.

En það er önnur hlið á málinu sem telja má að skipti meira máli þegar þessar styrkveitingar eru skoðaðar. Margir hafa haldið því fram að styrkirnir hafi verið misnotaðir í persónulega þágu Ingu Sæland. Í lögunum kemur fram að slíkt beri að rannsaka eftirá. Þannig segir í 9. gr. laganna að stjórnmálasamtök skuli fyrir 1. nóvember ár hvert skila ríkisendurskoðanda reikningum sínum fyrir síðastliðið ár, sbr. 8. gr., árituðum af endurskoðendum. Í nefndri 8. gr. segir m.a. að endurskoðendur sem árita reikninga þessa skuli starfa eftir leiðbeiningum ríkisendurskoðanda og sannreyna að reikningurinn sé saminn í samræmi við ákvæði laganna og staðfesta það álit með áritun sinni. Ríðikisendurskoðandi geti hvenær sem er kallað eftir öllum gögnum til að staðreyna reikninga stjórnmálasamtakanna.

Almenningur getur ekki unað ósönnuðum tilgátum um að fyrirsvarsmenn Flokks fólksins kunni að hafa ráðstafað þessu fé til persónulegra þarfa sjálfra sín. Hér er um að ræða tugi milljóna árlega undanfarin ár. Það er auðvitað aðalatriði málsins að upplýsa hvort málum sé svona farið. Sé svo sýnist að um sé að ræða refsiverða háttsemi þessara fyrirsvarsmanna, sem falli undir að teljast auðgunarbrot samkvæmt almennum hegningarlögum.“

Ósmekklegur mannorðsdómur

„Í þessum ákaflega ósmekklega mannorðsdómi kallar hæstaréttardómarinn aðeins til eitt vitni áður en hann sakar formann Flokks fólksins og aðra forráðamenn flokksins um að misnota sjóði flokksins sjálfri sér til framdráttar. Hæstaréttardómarinn kallar Gróu á Leiti í vitnastúkuna,“ segir Heimir Már um þessi skrif Jóns Steinars í aðsendri grein á Vísir.is.

Heimir Már segir Jón Steinar hirða lítið um lagarök í dómi sínum yfir Flokki fólksins og formannninum Ingu Sæland, sem hann birti í málgagni ríkasta fólks landsins:

„Honum dugar að hlusta á eigin rökstuðning, eigin lög áður en hann kveður upp dóma sína. Í dómi hans í málgagninu á miðvikudag kveður hann upp dóm yfir þeirri konu sem hefur barist harðar en nokkur annar á Alþingi Íslendinga fyrir hag þeirra sem verst standa í þjóðfélaginu og hafa minnst milli handanna. Fólks sem á enga potta af gulli til að gefa út málgagn með stórtapi ár eftir ár eins og miðillinn sem dómarinn birtir vitranir sínar um réttlæti.“

Heimir Már segir í lok pistils síns:

„Svo vitnað sé í Joseph Welch þegar honum ofbauð ofsóknaræði Joseph R. McCarthy öldungardeildarþingmanns á Bandaríkjaþingi á sjötta áratug síðustu aldar: „Have you no sense of decency, sir? – Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?““

Jón Steinar svarar að bragði

Jón Steinar hefur nú svarað grein Péturs Márs með örstuttum pistli á Vísir.is, þar sem segir:

„Það er eiginlega ótrúlegt að lesa rangfærslurnar og svigurmælin sem þessi piltur setur saman í tilskrifi sínu. Ruglið og rangfærslurnar eru svo magnaðar að engra svara er þörf. Hins vegar er sjálfsagt að votta Flokki fólksins samúð vegna þessa liðsmanns. Flokkur sem ræður svona talsmann til starfa er frekar illa settur. Hann veldur húsbónda sínum bara tjóni þegar hann tjáir sig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Í gær

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Í gær

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök
Fréttir
Í gær

Segir ekkert hæft í umdeildu atviki í World Class og spyr hver beri ábyrgð – „Mannorðsmorð“

Segir ekkert hæft í umdeildu atviki í World Class og spyr hver beri ábyrgð – „Mannorðsmorð“
Fréttir
Í gær

Var sakaður um barnaníð í skilaboðum til unnustu og nafnlausri færslu á Facebook – „Ég vil að þú vitir hvernig maður þetta er“

Var sakaður um barnaníð í skilaboðum til unnustu og nafnlausri færslu á Facebook – „Ég vil að þú vitir hvernig maður þetta er“