fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fréttir

Íslenska liðið tilnefnt sem lið ársins – Þú getur kosið hér

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. febrúar 2025 15:30

Íslensku stelpurnar eru tilnefndar. Mynd/Fimleikasamband Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum er tilnefnt sem lið ársins af Evrópska fimleikasambandinu. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt lið er tilnefnt í þessum flokki.

Íslenska liðið varð sem kunnugt er Evrópumeistari í hópfimleikum í október síðastliðnum og var það í fjórða skiptið sem titillinn vinnst. Áður hafði liðið unnið 2010, 2012 og 2021.

Í tilnefningunni á vef Evrópska fimleikasambandsins segir meðal annars að íslenska liðið hafi sýnt hvernig á að vinna saman sem lið. Liðið hafi heillað dómara og áhorfendur upp úr skónum með listfengi sínu á gólfinu.

„Ferðalag þeirra að Evrópumeistaratitlinum einkenndist af óteljandi klukkutímum af æfingum, mikilli skuldbindingu og sameiginlegri ástríðu fyrir íþróttinni […] Með því að vinna Evrópumeistaramótið komu þær ekki aðeins heim með titil heldur veittu ótal íþróttamönnum og áhangendum um allt Ísland innblástur.“

Fjögur önnur lið eru tilnefnd í sama flokki en hægt er að kjósa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Í gær

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Í gær

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök
Fréttir
Í gær

Segir ekkert hæft í umdeildu atviki í World Class og spyr hver beri ábyrgð – „Mannorðsmorð“

Segir ekkert hæft í umdeildu atviki í World Class og spyr hver beri ábyrgð – „Mannorðsmorð“
Fréttir
Í gær

Var sakaður um barnaníð í skilaboðum til unnustu og nafnlausri færslu á Facebook – „Ég vil að þú vitir hvernig maður þetta er“

Var sakaður um barnaníð í skilaboðum til unnustu og nafnlausri færslu á Facebook – „Ég vil að þú vitir hvernig maður þetta er“