fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fréttir

Aukin hætta á eldgosi: Reikna með mjög stuttum fyrirvara

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. febrúar 2025 12:12

Mynd: Vefmyndavél mbl.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppfærðir líkanreikningar sýna að magn kviku sem hefur safnast fyrir undir Svartsengi er nú jafn mikið og það var fyrir gosið sem hófst 20. nóvember í fyrra.

Þetta kemur fram í nýrri frétt á vef Veðurstofunnar, en þar kemur fram að miðað við fyrri atburði á Sundhnúksgígaröðinni megi ætla að vaxandi líkur séu á að næsti atburður hefjist innan nokkurra daga eða vikna.

Ef til eldgoss kemur verður það áttunda eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni frá því í desember 2023. Vegna þessara endurteknu atburða þar sem kvikugangar og gossprungur hafa myndast hefur spenna í jarðskorpunni minnkað með hverjum atburði. Það þýðir að sífellt færri og minni skjálftar mælast á svæðinu vikurnar og dagana fyrir gos en gerðu í aðdraganda fyrstu eldgosanna.

Í tilkynningu Veðurstofunnar segir að reikna þurfi með mjög stuttum fyrirvara um eldgos, allt niður í 30 mínútur.

„Þau merki sem hafa sést þegar kvika leitar til yfirborðs eru áköf smáskjálftahrina á Sundhnúksgígaröðinni, þrýstingsbreytingar í borholum HS Orku í Svartsengi, aflögun á ljósleiðara og aflögun á yfirborði sem sést á rauntíma GPS-mælingum.“

Eins og komið hefur fram urðu nokkrir skjálftar á fáum mínútum á svæðinu milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells rétt fyrir klukkan 20 í gærkvöldi. Talið var hugsanlegt að um væri að ræða merki um upphaf kvikuhlaups. Sólarhringsvakt Veðurstofunnar sá engin önnur merki á mælikerfum um að kvikuhlaup væri hafið.

Sambærileg skjálftavirkni sást á þessum slóðum 4. nóvember í fyrra, en eldgos hófst 20. nóvember.

Við hverju má búast í næsta eldgosi?

Í tilkynningu Veðurstofunnar kemur fram að talið sé líklegast að kvikan komi fyrst upp á svæðinu milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Það hafi verið tilfellið í sex gosum af þeim sjö sem hafa orðið frá því að eldvirknin hófst í árslok 2023. Undantekningin sé eldgosið sem hófst í janúar 2024 þegar kvikan kom fyrst upp rétt suður af Hagafelli.

Þá kemur fram að áhrif frá eldgosi sem kemur á milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells fari svo eftir því hvort gossprungan lengist í norður eða suður. Dæmi um áhrif ef til eldgoss kemur:

  • Ef eldgos hefst í óhagstæðri vindátt getur sterkur upphafsfasi skapað hættu vegna gasmengunar í allt að 1 km radíus frá upptökum.
  • Hraun gæti náð að Grindavíkurvegi við Þorbjörn og/eða við Svartsengi utan varnargarða á innan við 1,5 klukkustundum.
  • Ef hraun fer yfir tjarnir eða kvika kemst í snertingu við grunnvatn gæti myndast staðbundin sprengivirkni.

„Ekkert í gögnum Veðurstofunnar útilokar að eldgos komi upp sunnan við eða suður af Hagafelli. Í slíkum atburði gæti hraun náð að Nesvegi og Suðurstrandarvegi á innan við 1,5 klukkustund. Hraunflæði gæti mögulega lokað öllum flóttaleiðum á landi út úr Grindavík á um 6 klukkustundum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Í gær

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Í gær

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök
Fréttir
Í gær

Segir ekkert hæft í umdeildu atviki í World Class og spyr hver beri ábyrgð – „Mannorðsmorð“

Segir ekkert hæft í umdeildu atviki í World Class og spyr hver beri ábyrgð – „Mannorðsmorð“
Fréttir
Í gær

Var sakaður um barnaníð í skilaboðum til unnustu og nafnlausri færslu á Facebook – „Ég vil að þú vitir hvernig maður þetta er“

Var sakaður um barnaníð í skilaboðum til unnustu og nafnlausri færslu á Facebook – „Ég vil að þú vitir hvernig maður þetta er“