fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Fréttir

Verkföll boðuð í Hafnarfirði og Fjarðabyggð

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. febrúar 2025 07:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagsfólk FL, sem starfar í leikskólum í Hafnarfirði og Fjarðabyggð hefur samþykkt að fara í verkfall í mars, hafi samningar ekki náðst.

Yfirgnæfandi meirihluti félagsfólks Félags leikskólakennara (FL), sem starfar annars vegar hjá Hafnarfjarðarkaupstað og hins vegar hjá Fjarðabyggð, hefur samþykkt boðun verkfalls í marsmánuði, hafi samingar ekki náðst. Upphafsdagur verkfalls í Hafnarfirði verður 17. mars og 24. mars í Fjarðabyggð. Verkföllin verða ótímabundin.

Í tilkynningu á vef Kennarasambands Íslands kemur fram að atkvæðagreiðsla í báðum sveitarfélögum hafi byrjað á mánudag, 17. febrúar, og lauk henni á hádegi í gær. Þátttaka var í báðum tilfellum góð, eða yfir 80 prósent. 100% sögðu já í öðru sveitarfélaginu og 98% í hinu.

Þá skellur ótímabundið verkfall á í leikskólum Kópavogsbæjar 3. mars næstkomandi, hafi samningar ekki náðst.

Þá er þess getið í tilkynningunni að félagsfólk FL, sem starfar í Leikskóla Snæfellsbæjar, hefur verið í verkfalli síðan 1. febrúar síðastliðinn.

Verkfallsboðanir annarra aðildarfélaga KÍ:

Boðuð hafa verið verkföll í fimm framhaldsskólum; Borgarholtsskóla, Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Menntaskólanum á Akureyri, Verkmenntaskólanum á Akureyri og Verkmenntaskóla Austurlands næsta föstudag, 21. febrúar, hafi samningar ekki náðst. Um ótímabundin verkföll er að ræða.

Félagsfólk í Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, sem starfar í Tónlistarskóla Akureyrar, hefur jafnframt samþykkt boðun verkfalls frá og með næsta föstudegi, 21. febrúar. Verkfallið verður tímabundið og stendur til og með 4. apríl, hafi samningar ekki náðst.

Félagsfólk í Félagi grunnskólakennara (FG) og Skólastjórafélagi Íslands (SÍ), sem starfar hjá sveitarfélögunum Ölfusi, Hveragerðisbæ og Akraneskaupstað, hefur jafnframt samþykkt verkfallsboðun frá 3. mars næstkomandi. Verkfallsboðun nær einnig til félagsfólks sem starfar á skólaskrifstofum sveitarfélaganna. Verkföll grunnskólafélaganna verða tímabundin og standa til og með 21. mars 2025.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir „dapurleg“ ummæli Jóns Péturs: Sagðist ætla að setja húsið á sölu ef Heiða Björg yrði borgarstjóri

Gagnrýnir „dapurleg“ ummæli Jóns Péturs: Sagðist ætla að setja húsið á sölu ef Heiða Björg yrði borgarstjóri
Fréttir
Í gær

Þjófagengi herjaði á heimili íþróttamanna á meðan þeir voru að spila – Kelce og Mahomes á meðal fórnarlamba

Þjófagengi herjaði á heimili íþróttamanna á meðan þeir voru að spila – Kelce og Mahomes á meðal fórnarlamba