fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Fréttir

Þetta fá farþegar Delta í bætur eftir flugslysið

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. febrúar 2025 10:20

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska flugfélagið Delta hefur boðið öllum 76 farþegunum sem voru um borð í vél félagsins sem brotlenti á flugvellinum í Toronto á mánudag 30 þúsund Bandaríkjadali í bætur, eða rétt rúmar 4,2 milljónir króna.

Vélin skall harkalega til jarðar þegar hún kom inn til lendingar í slæmu veðri og endaði hún á hvolfi á flugbrautinni. Það þykir ganga kraftaverki næst að allir farþegar hafi lifað slysið af en nokkrir slösuðust þó töluvert.

Talsmaður flugfélagsins segir að þeir sem þiggja bótagreiðsluna fyrirgeri ekki rétti sínum til að sækja frekari bætur ef svo ber undir. Kostnaður flugfélagsins við þetta mun nema tæpum 2,3 milljónum dollara, rúmum 300 milljónum króna.

Alls var 21 farþegi lagður inn á sjúkrahús eftir slysið og í gær var búið að útskrifa alla nema einn. Í frétt CBS News kemur fram að sumir hafi verið með bakáverka, aðrir höfuðáverka og enn aðrir þjáðust af ógleði og uppköstum eftir að hafa andað að sér bensíngufum eftir að vélin brotlenti. Þá er ótalinn sá fjöldi sem glímir við andleg einkenni.

Rannsókn slyssins er í fullum gangi en eins og að framan greinir var veður slæmt á þessum slóðum; skafrenningur og mikill vindur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ragnar Erling varð fyrir skelfilegri árás á Kaffistofu Samhjálpar – Bensíni hellt yfir hann og hótað að kveikja í

Ragnar Erling varð fyrir skelfilegri árás á Kaffistofu Samhjálpar – Bensíni hellt yfir hann og hótað að kveikja í
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Barátta Jóns gegn tryggingafélagi eftir slys og aðgerð á Spáni – „Það er þessi lygi alltaf, þetta er náttúrlega galið“

Barátta Jóns gegn tryggingafélagi eftir slys og aðgerð á Spáni – „Það er þessi lygi alltaf, þetta er náttúrlega galið“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hrækti og skallaði við bráðamóttökuna

Hrækti og skallaði við bráðamóttökuna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dularfull árás á sumarbústað sálfræðings – Fær bætur eftir tilhæfulausa lögreglurannsókn

Dularfull árás á sumarbústað sálfræðings – Fær bætur eftir tilhæfulausa lögreglurannsókn
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur: „Af hverju taka stjórnvöld ekki á þessari græðgi bankanna?“

Vilhjálmur: „Af hverju taka stjórnvöld ekki á þessari græðgi bankanna?“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir „dapurleg“ ummæli Jóns Péturs: Sagðist ætla að setja húsið á sölu ef Heiða Björg yrði borgarstjóri

Gagnrýnir „dapurleg“ ummæli Jóns Péturs: Sagðist ætla að setja húsið á sölu ef Heiða Björg yrði borgarstjóri