fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Fréttir

Segir ekkert hæft í umdeildu atviki í World Class og spyr hver beri ábyrgð – „Mannorðsmorð“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 20. febrúar 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmum mánuði greindu miðlar frá atviki sem átti sér stað í kvennaklefanum í World Class í Laugum. Karlmaður kom inn í kvennaklefann á opnunartíma stöðvarinnar og festi klósettstand á salerninu.

Kona sem sagðist hafa verið stödd ásamt fjölda kvenna í klefanum þegar karlmaðurinn kom inn skrifaði nafnlausa færslu um atvikið í Facebook-hópinn Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu. Færslan fékk mikil og sterk viðbrögð. 

Björn Leifsson eigandi World Class staðfesti að umrætt atvik hefði átt sér stað, viðgerðin hefði farið fram, en að öðru leyti hefði verið rangt með farið. Ein kona hefði verið í klefanum, en ekki margar eins og fullyrt var í færslunni.

Sjá einnig: Bjössi í World Class svarar fyrir atvikið í kvennaklefanum – „Það var nú enginn drepinn“

„Það hefur komið fram að það reyndist ekkert satt í þessu, Niðri í World Class er ágætur maður sem starfar þar sem sér um viðhald á tækjum og tólum. Starfsstúlka World Class fer inn í kvennaklefann til að kanna hvort aðstæður séu til að hann geti farið inn í klefa og lagað eitthvað inni á klósetti. Hún hefur vitnað um að það var bara ein kona í klefanum sem klædd,“

segir Frosti Logason í þætti sínum Harmageddon þar sem hann tekur umrædda færslu og atvik fyrir. Segir hann starfsstúlkuna hafa farið alla leið inn í klefann, í sturtuna og látið konuna sem þar var ein fullklædd vita að það væri maður á leið inn til að gera við inn á salerni.

„Hann  kemur síðan inn með borvél í annarri og skrúflyklasett í hinni og fer bara inn á baðherbergið. Konan sem var þarna alklædd, hún fær hugmynd. „Hei það er maður að koma inn í kvennaklefann, ég ætla að fara heim og skrifa status.“ Hún fer og skrifar: 

„Ég var í klefanum í World Class í Laugum í morgun hálfnakin þegar inn kemur starfstúlka á vegum World Class og lætur vita að það sé að koma karlmaður inn í klefann til að laga eitthvað inn á kvennaklósetti. Ég er stödd nálægt innganginum þannig að ég heyri þetta ásamt 8-10 öðrum konum. Ég rétt næ að taka handklæðið af höfðinu og sveipa um mig áður en hann labbar inn. Ekki helmingurinn af konunum heyrði þetta eða vissi af þessu og fullt af konum í sturtu sem heyrðu ekkert plús konurnar sem koma inn í klefann meðan hann er að brasa þetta á klósettinu,“ les Frosti upp úr færslunni.

Frosti segir konuna sem var þarna hafa fengið frábæra hugmynd. 

„Þetta var ekki akút aðgerð sem mátti ekki bíða. Hann virtist vera að festa klósettrúlluhaldara á vegginn, það væri eðlilegra að kona væri fengin í verkið að laga þetta á opnunartíma stöðvarinnar eða maðurinn látinn laga þetta eftir lokun.“

Hægt að skrifa hvaða ásökun sem er undir nafnleysi

Frosti bendir á að færslan er skrifuð undir nafnleynd. „Það er hægt að skrifa undir nafnleysi þannig að þú getur komið með hvaða ásökun sem er.“

Frosti vísar áfram í færsluna þar sem sagt er að maðurinn hafi haldið fyrir augun flissandi og lofað að kíkja ekki, hann hafi hins vegar tekið hendina niður og horft í augu konunnar sem skrifar færsluna. 

„Þetta er haugalygi, þetta er bara tilbúningur hjá mjög kreatívum skáldara, sem fékk góða hugmynd þegar hún sá viðgerðarmann koma inn í klefann.“

Viðbætt ásökun sem á sér enga stoð í raunveruleikanum

Segir Frosti færsluskrifara bæta um betur og setja inn ömurlega og viðbjóðslega ásökun sem eigi ekki stoð í raunveruleikanum. 

„Eins og þetta sé ekki nógu slæmt þá er maðurinn sem um ræðir bróðir eiganda World Class og hefur vafasamt orðspor þegar kemur að konum. Mig rámar í fréttir fyrir nokkrum árum þar sem hann ásamt vinum sínum stundaði það að taka rassamyndir af stelpum í ræktinni og deildi þeim ásamt óviðeigandi athugasemdum. Mér var svo misboðið, þegar ég labbaði út úr stöðinni í sjokki þá sá ég konu vera að kvarta undan þessu í móttökunni. Nú sé ég eftir því að hafa ekki sagt neitt, við hvern á ég að tala í World Class og hafið þið lent í svona?“

Spyr sig hver beri ábyrgð

Frosti segir póstinn svakalegan, hann vera skapandi og kreatívan. „Að þetta skuli vera leyft og stjórnendur hópsins gera engar athugasemdir þegar þetta er sett inn nafnlaust. Þarna er verið að vega að æru manns og fyrirtækis með mjög ósvífnum hætti. “

Færsluna segir Frosti að 450 manns hafi líkað við. Færslan sé ekki sú eina sem skrifuð er nafnlaust þar sem farið er óvarlega með og segir hann klárlega um meiðyrði að ræða. Veltir hann upp hvort adminur, stjórnendur hópsins, beri ábyrgð, en segist ekki löglærður.

„Ég myndi halda að þarna sé rík ástæða og tilefni til að reyna að sækja rétt sinn. Þetta er bara hrein og klár ærumeiðing og mannorðsmorð. 

Þetta er það sem viðgengst inni á þessum hópi. Ég skil að það eru í grúbbunni fjölmargir sem hafa áhuga á hvað kemur djúsí og krassandi þarna næst. En það er viðbjóðslegt að þetta skuli… svona margir skuli taka þátt í þessu, þetta er hrottalegt viðbjóðslegt einelti sem á sér stað inni á þessari grúbbu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Nýtt lag frá KALEO
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

„Þarf einungis örfáa skjálfta til að setja af stað mikið viðbragð á svæðinu“

„Þarf einungis örfáa skjálfta til að setja af stað mikið viðbragð á svæðinu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni