fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Fréttir

Hvetja fólk til að mótmæla skipulagi Vetrarmýrar og Smalaholts í Garðabæ – Ryðja skóg fyrir golfvöll

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 20. febrúar 2025 14:30

Garðabær fékk Smalaholt frá ríkinu fyrir 35 árum til þess að rækta skóg. Myndir/Skógræktarfélag Garðabæjar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deiliskipulagstillaga fyrir Vetrarmýri og Smalaholt er komin til kynningar í Garðabæ. Framkvæmdin er mjög umdeild, en færa þarf golfbrautir GKG yfir á skógræktarsvæði.

Samkvæmt tillögunni hyggst Garðabær láta ryðja 17 hekturum af skóglendi á útivistarsvæði þar sem Skógrækt Garðabæjar hefur ræktað skóg í meira en 30 ár. Svæðið er mjög vinsælt göngu og útivistarsvæði.

Börn ræktað skóg frá 1988

Áætlanirnar hafa legið á borðinu í langan tíma. Árið 2019 var fjallað um mótmæli Skógræktarfélags Garðabæjar við þeim í Fréttablaðinu.

Höfuðborgarbúar, sérstaklega Garðbæingar og Kópavogsbúar, hafa nýtt útivistarsvæðið í Smalaholti í áratugi. Garðabær fékk landið frá ríkinu, eða ríkisspítölunum, til að rækta skóg og árið 1988 hófst ræktin. Hafa meðal annars grunnskólabörn í Garðabæ verið dugleg við að planta trjám.

Auk íþróttahússins sem þegar hefur risið eiga að rísa hundruð íbúða í hverfinu Vetrarmýri, sem og innviðir eins og skóli. Til að  koma þessu fyrir þarf að færa golfbrautir á golfvelli GKG. Til að bæta golfklúbbnum þetta upp fær hann land ofar í hlíðinni, í Smalaholti, alls 17 hektara af skógræktarlandi, til þess að leggja nýjar brautir.

Skógræktin missir stórt svæði. Mynd/Skógræktarfélag Garðabæjar

„Fólk áttar sig ekki á því hversu langt er verið að fara inn í skóginn því þetta er gríðarlega stórt svæði. Eins og allt Byggðahverfið í Garðabæ til samans,“ sagði Kristrún Sigurðardóttir, formaður skógræktarfélagsins, á sínum tíma við Fréttablaðið. En þá stóð til að ryðja 15 hektara.

Náttúruparadís

Umræða hefur skapast í hverfagrúbbum nálægum Smalaholti um þessa skipulagstillögu og fólk hvatt til að mótmæla þeim.

„Þarna ætlar Garðabær að eyða 17 hekturum af skóglendi og útbúa nýja golfbrautir fyrir golfvöllinn. Sem sagt eyðileggja eitt af flottari útivistarsvæðum á höfuðborgarsvæðinu fyrir alla og komandi kynslóðir. Það vita flestir að þarna er algjör náttúruparadís,“ segir einn og segist hafa heyrt að golfiðkendum í GKG lítist líka illa á breytingarnar.

Staðurinn er sagður náttúruparadís. Mynd/Skógræktarfélag Garðabæjar

Er fólk hvatt til að mótmæla með því að senda á www.skipulagsgatt.is eða tölvupóstfangið skipulag@gardabaer.is. Einnig sé hægt að kæra til Úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála, uua.is.

Mikilvægt fyrir geðheilsuna

„Er mjög á móti því að það sé verið að útrýma svona mikið af grænum svæðum. Við eigum ekki að þurfa að fara upp í sveit til að njóta náttúrunnar. Græn og blá svæði eru mjög mikilvæg fyrir geðheilsu fólk ég bara skil ekki að það megi ekkert vera í friði af þessum grænu svæðum,“ segir ein kona í athugasemdum.

„Það fer að verða full vinna fyrir árvaka borgara að reyna vinda ofan af endalausu skipulagsklúðri smákónga sveitarfélaga innan hb.svæðis,“ segir einn maður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Nýtt lag frá KALEO
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

„Þarf einungis örfáa skjálfta til að setja af stað mikið viðbragð á svæðinu“

„Þarf einungis örfáa skjálfta til að setja af stað mikið viðbragð á svæðinu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni